Allar helstu hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum hækkuðu í dag. Dow Jones vísitalan hækkaði um 0,54%, Nasdaq um 1,29%, og S&P um 0,79%. Í Evrópu lækkaði hins vegar FTSE 100 vísitalan um 0,03%, DAX vísitalan lækkaði um 0,87% og CAC 40 vístalan lækkaði um 1,92%.
Nýjar tölur um hagvöxt í ríkjum evrusvæðisins voru birtar í dag. Hagvöxtur á þriðja ársfjórðungi nam 0,2%, samkvæmt tölum Hagstofu Evrópusambandsins. Þá var meðalhagvöxtur í öllum 27 ríkjum Evrópusambandsins 0,2%.
Hagfræðingar búast við því að hagvöxtur í ríkjum Evrópusambandsins minnki mikið á síðasta ársfjórðungi.
