Sverrir: Sama hvaðan leikmenn koma Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. apríl 2011 09:30 Sverrir Þór Sverrisson gefur lítið fyrir hvers kyns tal um að Njarðvíkingar séu að reyna að kaupa Íslandsmeistaratitilinn í ár. Njarðvík er með þrjá sterka útlendinga í sínum röðum. Tveir leikmenn hafa verið allt tímabilið en sá þriðji, miðherjinn Julia Demirer frá Póllandi, kom í janúar. Óhætt er að segja að innkoma hennar hafi haft góð áhrif á liðið því það vann níu leiki í röð eftir það. Njarðvík hafði að sama skapi unnið fjóra af síðustu þrettán leikjum sínum áður en hún kom. Njarðvík lagði deildarmeistara Hamars, 3-2, í undanúrslitunum. „Titillinn var ekki hafður í huga þegar hún kom,“ sagði Sverrir í samtali við Vísi en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan. „Við vorum í basli með meiðsli og annað framan af móti sem olli því að við vorum að tapa leikjum sem við hefðum átt að vinna.“ „Við vorum ekki með miðherja í liðinu og reyndum að styrkja okkur með Íslendingi í sumar. Það gekk ekki. [Demirer] var laus og vildi koma. Þar með var rétta jafnvægið komið í liðið og við með leikmenn í öllum stöðum. Þannig þarf það að vera til að geta gert eitthvað í móti sem þessu.“ „Ég er með frekar ungan hóp. Við reyndum að styrkja liðið með Íslendingum en það gekk þar sem flestir vildu fara í sterkustu liðin. Njarðvík var ekki komið á kortið fyrir tímabilið. Mér er slétt sama hvaðan leikmennirnir koma - við þurfum bara að manna liðið þannig að það sé samkeppnishæft.“ „Þegar allt byrjaði að smella saman fór þetta að ganga vel aftur,“ sagði Sverrir en Njarðvík vann fjóra af fyrstu fimm leikjum sínum á tímabilinu. „Ég skil að þetta sé óvænt út á við en mér kom þetta ekkert rosalega á óvart. Ég gældi við þann möguleika að komast í úrslitakeppnina þó svo að við mættum mjög sterkum andstæðingi [í undanúrslitunum].“ Sverrir á von á skemmtilegri rimmu en fyrsti leikurinn fer fram á heimavelli Keflavíkur klukkan 16.00 í dag. „Baráttan verður út um allan völl. Bæði lið eru með góða leikmenn í öllum stöðu. Ég á von á fjör og hörkubaráttu í þessum leikjum og er vonlaust að spá fyrir um útkomuna.“ Dominos-deild kvenna Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Sjá meira
Sverrir Þór Sverrisson gefur lítið fyrir hvers kyns tal um að Njarðvíkingar séu að reyna að kaupa Íslandsmeistaratitilinn í ár. Njarðvík er með þrjá sterka útlendinga í sínum röðum. Tveir leikmenn hafa verið allt tímabilið en sá þriðji, miðherjinn Julia Demirer frá Póllandi, kom í janúar. Óhætt er að segja að innkoma hennar hafi haft góð áhrif á liðið því það vann níu leiki í röð eftir það. Njarðvík hafði að sama skapi unnið fjóra af síðustu þrettán leikjum sínum áður en hún kom. Njarðvík lagði deildarmeistara Hamars, 3-2, í undanúrslitunum. „Titillinn var ekki hafður í huga þegar hún kom,“ sagði Sverrir í samtali við Vísi en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan. „Við vorum í basli með meiðsli og annað framan af móti sem olli því að við vorum að tapa leikjum sem við hefðum átt að vinna.“ „Við vorum ekki með miðherja í liðinu og reyndum að styrkja okkur með Íslendingi í sumar. Það gekk ekki. [Demirer] var laus og vildi koma. Þar með var rétta jafnvægið komið í liðið og við með leikmenn í öllum stöðum. Þannig þarf það að vera til að geta gert eitthvað í móti sem þessu.“ „Ég er með frekar ungan hóp. Við reyndum að styrkja liðið með Íslendingum en það gekk þar sem flestir vildu fara í sterkustu liðin. Njarðvík var ekki komið á kortið fyrir tímabilið. Mér er slétt sama hvaðan leikmennirnir koma - við þurfum bara að manna liðið þannig að það sé samkeppnishæft.“ „Þegar allt byrjaði að smella saman fór þetta að ganga vel aftur,“ sagði Sverrir en Njarðvík vann fjóra af fyrstu fimm leikjum sínum á tímabilinu. „Ég skil að þetta sé óvænt út á við en mér kom þetta ekkert rosalega á óvart. Ég gældi við þann möguleika að komast í úrslitakeppnina þó svo að við mættum mjög sterkum andstæðingi [í undanúrslitunum].“ Sverrir á von á skemmtilegri rimmu en fyrsti leikurinn fer fram á heimavelli Keflavíkur klukkan 16.00 í dag. „Baráttan verður út um allan völl. Bæði lið eru með góða leikmenn í öllum stöðu. Ég á von á fjör og hörkubaráttu í þessum leikjum og er vonlaust að spá fyrir um útkomuna.“
Dominos-deild kvenna Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum