Sverrir: Sama hvaðan leikmenn koma Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. apríl 2011 09:30 Sverrir Þór Sverrisson gefur lítið fyrir hvers kyns tal um að Njarðvíkingar séu að reyna að kaupa Íslandsmeistaratitilinn í ár. Njarðvík er með þrjá sterka útlendinga í sínum röðum. Tveir leikmenn hafa verið allt tímabilið en sá þriðji, miðherjinn Julia Demirer frá Póllandi, kom í janúar. Óhætt er að segja að innkoma hennar hafi haft góð áhrif á liðið því það vann níu leiki í röð eftir það. Njarðvík hafði að sama skapi unnið fjóra af síðustu þrettán leikjum sínum áður en hún kom. Njarðvík lagði deildarmeistara Hamars, 3-2, í undanúrslitunum. „Titillinn var ekki hafður í huga þegar hún kom,“ sagði Sverrir í samtali við Vísi en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan. „Við vorum í basli með meiðsli og annað framan af móti sem olli því að við vorum að tapa leikjum sem við hefðum átt að vinna.“ „Við vorum ekki með miðherja í liðinu og reyndum að styrkja okkur með Íslendingi í sumar. Það gekk ekki. [Demirer] var laus og vildi koma. Þar með var rétta jafnvægið komið í liðið og við með leikmenn í öllum stöðum. Þannig þarf það að vera til að geta gert eitthvað í móti sem þessu.“ „Ég er með frekar ungan hóp. Við reyndum að styrkja liðið með Íslendingum en það gekk þar sem flestir vildu fara í sterkustu liðin. Njarðvík var ekki komið á kortið fyrir tímabilið. Mér er slétt sama hvaðan leikmennirnir koma - við þurfum bara að manna liðið þannig að það sé samkeppnishæft.“ „Þegar allt byrjaði að smella saman fór þetta að ganga vel aftur,“ sagði Sverrir en Njarðvík vann fjóra af fyrstu fimm leikjum sínum á tímabilinu. „Ég skil að þetta sé óvænt út á við en mér kom þetta ekkert rosalega á óvart. Ég gældi við þann möguleika að komast í úrslitakeppnina þó svo að við mættum mjög sterkum andstæðingi [í undanúrslitunum].“ Sverrir á von á skemmtilegri rimmu en fyrsti leikurinn fer fram á heimavelli Keflavíkur klukkan 16.00 í dag. „Baráttan verður út um allan völl. Bæði lið eru með góða leikmenn í öllum stöðu. Ég á von á fjör og hörkubaráttu í þessum leikjum og er vonlaust að spá fyrir um útkomuna.“ Dominos-deild kvenna Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Fleiri fréttir „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Sjá meira
Sverrir Þór Sverrisson gefur lítið fyrir hvers kyns tal um að Njarðvíkingar séu að reyna að kaupa Íslandsmeistaratitilinn í ár. Njarðvík er með þrjá sterka útlendinga í sínum röðum. Tveir leikmenn hafa verið allt tímabilið en sá þriðji, miðherjinn Julia Demirer frá Póllandi, kom í janúar. Óhætt er að segja að innkoma hennar hafi haft góð áhrif á liðið því það vann níu leiki í röð eftir það. Njarðvík hafði að sama skapi unnið fjóra af síðustu þrettán leikjum sínum áður en hún kom. Njarðvík lagði deildarmeistara Hamars, 3-2, í undanúrslitunum. „Titillinn var ekki hafður í huga þegar hún kom,“ sagði Sverrir í samtali við Vísi en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan. „Við vorum í basli með meiðsli og annað framan af móti sem olli því að við vorum að tapa leikjum sem við hefðum átt að vinna.“ „Við vorum ekki með miðherja í liðinu og reyndum að styrkja okkur með Íslendingi í sumar. Það gekk ekki. [Demirer] var laus og vildi koma. Þar með var rétta jafnvægið komið í liðið og við með leikmenn í öllum stöðum. Þannig þarf það að vera til að geta gert eitthvað í móti sem þessu.“ „Ég er með frekar ungan hóp. Við reyndum að styrkja liðið með Íslendingum en það gekk þar sem flestir vildu fara í sterkustu liðin. Njarðvík var ekki komið á kortið fyrir tímabilið. Mér er slétt sama hvaðan leikmennirnir koma - við þurfum bara að manna liðið þannig að það sé samkeppnishæft.“ „Þegar allt byrjaði að smella saman fór þetta að ganga vel aftur,“ sagði Sverrir en Njarðvík vann fjóra af fyrstu fimm leikjum sínum á tímabilinu. „Ég skil að þetta sé óvænt út á við en mér kom þetta ekkert rosalega á óvart. Ég gældi við þann möguleika að komast í úrslitakeppnina þó svo að við mættum mjög sterkum andstæðingi [í undanúrslitunum].“ Sverrir á von á skemmtilegri rimmu en fyrsti leikurinn fer fram á heimavelli Keflavíkur klukkan 16.00 í dag. „Baráttan verður út um allan völl. Bæði lið eru með góða leikmenn í öllum stöðu. Ég á von á fjör og hörkubaráttu í þessum leikjum og er vonlaust að spá fyrir um útkomuna.“
Dominos-deild kvenna Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Fleiri fréttir „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Sjá meira