Webber stefnir á sigur á Nürburgring 23. júlí 2011 15:07 Mark Webber eftir tímatökuna í dag. AP mynd: Martin Meissner Mark Webber á Red Bull verður fremstur á ráslínu í þýska kappakstrinum sem fram á morgun. Hann varð hlutskarpastur í tímatökum í dag, en aðeins 0.055 sekúndum á undan Lewis Hamilton á McLaren. „Tímatakan gekk nokkuð vel, nema í annarri umferðinni, sem gekk ekki að óskum. En aðrir hlutar voru góðir og stákarnir unnu sitt verk varðandi bílinn. Það hafa verið andvökuvætur undanfarið og þeir hafa verið á tánum", sagði Webber á fréttamannafundi eftir tímatökuna. Webber var ekkert öruggur með sig þegar hann keyrði inn á þjónustusvæðið eftir tímatökuna. „Ég hugsaði, ef einhver gerir betur, þá á hann það skilið. Ég hefði ekki getað náð meira út úr bílnum. Ég ók á ystu nöf og náði góðum hring. Það var ánægjulegt að enginn gerði betur á lokasprettinum, en það er taugtrekkjandi að bíða í 30 sekúndur eftir fréttum. Ég mun vera í slagnum á morgun og það sem er mikilvægast er að vera fremstur í síðasta hringnum", sagði Webber, en hann hefur tvívegis náð besta tíma í tímatökum án þess að ná að fylgja því eftir með sigri. Bein útsending er frá kappakstrinum í Þýskalandi kl. 11.30 á morgun í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Brautarlýsing mótsins er á kappakstur.is. Formúla Íþróttir Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Mark Webber á Red Bull verður fremstur á ráslínu í þýska kappakstrinum sem fram á morgun. Hann varð hlutskarpastur í tímatökum í dag, en aðeins 0.055 sekúndum á undan Lewis Hamilton á McLaren. „Tímatakan gekk nokkuð vel, nema í annarri umferðinni, sem gekk ekki að óskum. En aðrir hlutar voru góðir og stákarnir unnu sitt verk varðandi bílinn. Það hafa verið andvökuvætur undanfarið og þeir hafa verið á tánum", sagði Webber á fréttamannafundi eftir tímatökuna. Webber var ekkert öruggur með sig þegar hann keyrði inn á þjónustusvæðið eftir tímatökuna. „Ég hugsaði, ef einhver gerir betur, þá á hann það skilið. Ég hefði ekki getað náð meira út úr bílnum. Ég ók á ystu nöf og náði góðum hring. Það var ánægjulegt að enginn gerði betur á lokasprettinum, en það er taugtrekkjandi að bíða í 30 sekúndur eftir fréttum. Ég mun vera í slagnum á morgun og það sem er mikilvægast er að vera fremstur í síðasta hringnum", sagði Webber, en hann hefur tvívegis náð besta tíma í tímatökum án þess að ná að fylgja því eftir með sigri. Bein útsending er frá kappakstrinum í Þýskalandi kl. 11.30 á morgun í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Brautarlýsing mótsins er á kappakstur.is.
Formúla Íþróttir Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira