Alræði lýðræðisins? Hildur Jónsdóttir skrifar 2. ágúst 2011 06:00 Fyrir liggur í borgarráði að taka fyrir tillögu mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar um hertar reglur um aðkomu trúar og lífsskoðunarfélaga að skólum Reykjavíkurborgar. Nokkur umræða hefur átt sér stað um þessi mál og á að afgreiða endanlega núna í byrjun ágúst. Sem foreldri fjögurra skólabarna er mér nokkuð brugðið að ekki hafi verið leitað álits skólasamfélagsins sjálfs. Sem virkt foreldri innan þess vil ég benda á að skv. lögum skal sérhver skóli á landinu hafa skólaráð. Innan skólaráðs sitja fulltrúar allra í skólasamfélaginu: foreldar, kennarar og nemendur ásamt fulltrúa grenndarsamfélags. Þetta ráð á að geta haft áhrif á þá skólastefnu sem hver og einn skóli telur að eigi að gilda innan skólans. Á þessum tímum sem við lifum þar sem umræða um almennt og borgaralegt lýðræði er hávær þykir mér einkennileg þróun hjá Reykjavíkurborg að ætla að taka slíkar ákvarðanir í trássi við skoðun skólasamfélagsins. Við viljum lifa í lýðræðslegu samfélagi þar sem lýðræðið virkar að sönnu. Eða ætlum við að láta yfirvöld ákveða allt fyrir okkur og börn okkar? Að setja slíkar hömlur á skólastarf sem Reykjavíkurborg stingur upp á tel ég beinlínis hættulegt og minna á fyrri tíma einræðisstefnur sem ætluðu sér leynt og ljóst að útrýma öllum skoðunum nema sinni eigin. Þar á meðal má nefna Hitler, sem fjarlægði fermingarfræðslu úr skólanum vegna þess að hún stangaðist á við hans eigin hugmyndafræði. Ég vænti þess að íslenskt samfélag sé ekki svo illa statt að það meini skólasamfélaginu sjálfu að ráða fram úr þeim málum sem upp koma. Það ætti að vera til umræðu í skólunum en ekki hjá yfirvaldinu hvort ekki megi hengja upp auglýsingar um trúarlegar uppákomur eða dreifa Nýja Testamentinu innan skólans. Að hampa einni heimsmynd á sama tíma og önnur er tortryggð og litin hornauga er mjög á skjön við þá fjölmenningu sem er á Íslandi. Þessari tillögu vil ég því mótmæla harðlega. Ég legg til að við látum þetta mál algerlega falla niður og væntum þess í stað fjörugrar umræðu innan skólans, í skólarráðum landsins og búumst við meiri fjölbreytni innan skólasamfélagsins þar sem foreldrar, kennarar og börnin taka virkari þátt í þróun skólans en ekki yfirvöld. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Morðæðið á Gaza - Vitfirringin má ekki eyðileggja mennskuna Jón Baldvin Hannesson Skoðun Skoðun Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir liggur í borgarráði að taka fyrir tillögu mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar um hertar reglur um aðkomu trúar og lífsskoðunarfélaga að skólum Reykjavíkurborgar. Nokkur umræða hefur átt sér stað um þessi mál og á að afgreiða endanlega núna í byrjun ágúst. Sem foreldri fjögurra skólabarna er mér nokkuð brugðið að ekki hafi verið leitað álits skólasamfélagsins sjálfs. Sem virkt foreldri innan þess vil ég benda á að skv. lögum skal sérhver skóli á landinu hafa skólaráð. Innan skólaráðs sitja fulltrúar allra í skólasamfélaginu: foreldar, kennarar og nemendur ásamt fulltrúa grenndarsamfélags. Þetta ráð á að geta haft áhrif á þá skólastefnu sem hver og einn skóli telur að eigi að gilda innan skólans. Á þessum tímum sem við lifum þar sem umræða um almennt og borgaralegt lýðræði er hávær þykir mér einkennileg þróun hjá Reykjavíkurborg að ætla að taka slíkar ákvarðanir í trássi við skoðun skólasamfélagsins. Við viljum lifa í lýðræðslegu samfélagi þar sem lýðræðið virkar að sönnu. Eða ætlum við að láta yfirvöld ákveða allt fyrir okkur og börn okkar? Að setja slíkar hömlur á skólastarf sem Reykjavíkurborg stingur upp á tel ég beinlínis hættulegt og minna á fyrri tíma einræðisstefnur sem ætluðu sér leynt og ljóst að útrýma öllum skoðunum nema sinni eigin. Þar á meðal má nefna Hitler, sem fjarlægði fermingarfræðslu úr skólanum vegna þess að hún stangaðist á við hans eigin hugmyndafræði. Ég vænti þess að íslenskt samfélag sé ekki svo illa statt að það meini skólasamfélaginu sjálfu að ráða fram úr þeim málum sem upp koma. Það ætti að vera til umræðu í skólunum en ekki hjá yfirvaldinu hvort ekki megi hengja upp auglýsingar um trúarlegar uppákomur eða dreifa Nýja Testamentinu innan skólans. Að hampa einni heimsmynd á sama tíma og önnur er tortryggð og litin hornauga er mjög á skjön við þá fjölmenningu sem er á Íslandi. Þessari tillögu vil ég því mótmæla harðlega. Ég legg til að við látum þetta mál algerlega falla niður og væntum þess í stað fjörugrar umræðu innan skólans, í skólarráðum landsins og búumst við meiri fjölbreytni innan skólasamfélagsins þar sem foreldrar, kennarar og börnin taka virkari þátt í þróun skólans en ekki yfirvöld.
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar