Marcus tók stigametið af Damon Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. apríl 2011 07:00 Marcus Walker átti einstaka úrslitakeppni með KR.Fréttablaðið/Anton Marcus Walker verður örugglega á milli tannanna hjá íslensku körfuboltafólki um ókomna tíð eftir magnaða frammistöðu sína í úrslitakeppninni. Þegar menn fóru að skoða sögubækurnar betur kom líka í ljós að spilamennska þessa eldfljóta og stórskemmtilega bakvarðar væri einstök í 28 ára sögu úrslitakeppninnar. Marcus sló nefnilega tólf ára stigamet Damons Johnson með því að skora 332 stig í 11 leikjum KR í úrslitakeppninni en það gera 30,2 stig að meðaltali í leik. Walker bætti metið þegar hann gerði nánast út um leikinn með frábærum þriðja leikhluta þar sem hann skoraði 18 af 40 stigum sínum í leiknum á þriðjudagskvöldið. Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, ætlar að semja við Marcus og alla aðra leikmenn liðsins fyrir lokahóf KKÍ. "Ég sest niður með honum áður en hann fer aftur til Bandaríkjanna og vænti þess að við skrifum undir samning. Það á síðan eftir að koma í ljós hvort það verða einhver ákvæði í þeim samningi um tilboð frá liðum utan Íslands. Þá væri honum eins og gefur að skilja heimilt að stökkva á það enda eru eru meiri peningar í boði," segir Böðvar. "Þessi strákur er bara topp eintak og mér myndi ekki bregða við það ef hann kæmi aftur til Íslands og tæki annað ár með okkur. Honum líður mjög vel hérna og nýtur sín virkilega. Þetta er líka kornungur strákur og það væri ekkert vitlaust fyrir hann að taka eitt ár til viðbótar hér," segir Böðvar. Damon og Walker eru nú tveir af aðeins fjórum meðlimum í 300 stiga klúbbnum því Damon bætti á sínum tíma met Rondey Robinson sem skoraði 313 stig með Njarðvík í úrslitakeppninni 1995. Derrick Allen var síðastur á undan Walker til að bætast í hópinn. Marcus Walker skoraði 33 stig eða meira í þremur síðustu leikjum KR-liðsins í úrslitakeppninni, rauf 30 stiga múrinn í sex leikjum og var með 20 stig eða meira í öllum ellefu leikjunum. Walker var með 32,5 stig að meðaltali í úrslitaeinvíginu þar sem hann hitti úr 67 prósentum þriggja stiga skota sinna (14 af 21) og tapaði aðeins 2 boltum á 143 mínútum. Dominos-deild karla Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Fleiri fréttir Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Sjá meira
Marcus Walker verður örugglega á milli tannanna hjá íslensku körfuboltafólki um ókomna tíð eftir magnaða frammistöðu sína í úrslitakeppninni. Þegar menn fóru að skoða sögubækurnar betur kom líka í ljós að spilamennska þessa eldfljóta og stórskemmtilega bakvarðar væri einstök í 28 ára sögu úrslitakeppninnar. Marcus sló nefnilega tólf ára stigamet Damons Johnson með því að skora 332 stig í 11 leikjum KR í úrslitakeppninni en það gera 30,2 stig að meðaltali í leik. Walker bætti metið þegar hann gerði nánast út um leikinn með frábærum þriðja leikhluta þar sem hann skoraði 18 af 40 stigum sínum í leiknum á þriðjudagskvöldið. Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, ætlar að semja við Marcus og alla aðra leikmenn liðsins fyrir lokahóf KKÍ. "Ég sest niður með honum áður en hann fer aftur til Bandaríkjanna og vænti þess að við skrifum undir samning. Það á síðan eftir að koma í ljós hvort það verða einhver ákvæði í þeim samningi um tilboð frá liðum utan Íslands. Þá væri honum eins og gefur að skilja heimilt að stökkva á það enda eru eru meiri peningar í boði," segir Böðvar. "Þessi strákur er bara topp eintak og mér myndi ekki bregða við það ef hann kæmi aftur til Íslands og tæki annað ár með okkur. Honum líður mjög vel hérna og nýtur sín virkilega. Þetta er líka kornungur strákur og það væri ekkert vitlaust fyrir hann að taka eitt ár til viðbótar hér," segir Böðvar. Damon og Walker eru nú tveir af aðeins fjórum meðlimum í 300 stiga klúbbnum því Damon bætti á sínum tíma met Rondey Robinson sem skoraði 313 stig með Njarðvík í úrslitakeppninni 1995. Derrick Allen var síðastur á undan Walker til að bætast í hópinn. Marcus Walker skoraði 33 stig eða meira í þremur síðustu leikjum KR-liðsins í úrslitakeppninni, rauf 30 stiga múrinn í sex leikjum og var með 20 stig eða meira í öllum ellefu leikjunum. Walker var með 32,5 stig að meðaltali í úrslitaeinvíginu þar sem hann hitti úr 67 prósentum þriggja stiga skota sinna (14 af 21) og tapaði aðeins 2 boltum á 143 mínútum.
Dominos-deild karla Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Fleiri fréttir Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Sjá meira