Mótmælendur handteknir á Wall Street 25. september 2011 11:45 Wallstreet í New York mynd/afp Um áttatíu mótmælendur voru í gær handteknir skammt frá kauphöllinni í New York en stíf mótmæli hafa verið á Wall Street undanfarna viku. Mótmælendurnir eru að andmæla kapítalisma og björgun bankanna. Áætlunin „Hernemum Wall Street" sem bandarískir mótmælendur og aðgerðasinnar skipulögðu hefur nú staðið yfir í viku. Hún byrjaði sem friðsamleg og nokkuð fámenn mótmæli en mótmælendum hefur fjölgað mikið undanfarna daga. Margir þeirra hafa sett um nokkurs konar búðir í fjármálahverfi New York borgar og hafa gist þar undanfarna daga í svefnpokum. Hiti færðist í leikinn í gær þegar áttatíu mótmælendur voru handteknir, að því er fram kemur á vef bandaríska dagblaðsins New York Times, en mótmælendurnir, sem voru nokkur hundruð talsins, hugðust ganga norður í mótmælagöngu í átt að Union Square. Talsmaður lögreglunnar í New York sagði að flestir hefðu verið handteknir fyrir að stöðva umferð bæði bíla og gangandi vegfarenda og einnig fyrir að mótþróa, ósamvinnuþýðni og brot gegn valdstjórninni með því að hindra lögreglumenn frá því að gegna skyldustörfum. Og í einu tilviki fyrir árás á lögreglumann. Mótmælendurnir segja að piparúða hafi verið beitt og um 85 mótmælendur hafi verið handteknnir. Einn mótmælandi segist í samtali við New York Times hafa verið úðuð með piparúða fyrir það eitt að spyrja hvers vegna félagi hennar hafi verið handtekinn. Mótmælin, sem standa enn yfir, beinast að fjármálakerfinu sem mótmælendur segja að hygli sérstaklega efnuðu fólki á kostnað almenning. Þau hófust á laugardaginn fyrir rúmri viku og voru skipulögð af samtökum sem kalla sig General Assembly. Mest lesið Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Um áttatíu mótmælendur voru í gær handteknir skammt frá kauphöllinni í New York en stíf mótmæli hafa verið á Wall Street undanfarna viku. Mótmælendurnir eru að andmæla kapítalisma og björgun bankanna. Áætlunin „Hernemum Wall Street" sem bandarískir mótmælendur og aðgerðasinnar skipulögðu hefur nú staðið yfir í viku. Hún byrjaði sem friðsamleg og nokkuð fámenn mótmæli en mótmælendum hefur fjölgað mikið undanfarna daga. Margir þeirra hafa sett um nokkurs konar búðir í fjármálahverfi New York borgar og hafa gist þar undanfarna daga í svefnpokum. Hiti færðist í leikinn í gær þegar áttatíu mótmælendur voru handteknir, að því er fram kemur á vef bandaríska dagblaðsins New York Times, en mótmælendurnir, sem voru nokkur hundruð talsins, hugðust ganga norður í mótmælagöngu í átt að Union Square. Talsmaður lögreglunnar í New York sagði að flestir hefðu verið handteknir fyrir að stöðva umferð bæði bíla og gangandi vegfarenda og einnig fyrir að mótþróa, ósamvinnuþýðni og brot gegn valdstjórninni með því að hindra lögreglumenn frá því að gegna skyldustörfum. Og í einu tilviki fyrir árás á lögreglumann. Mótmælendurnir segja að piparúða hafi verið beitt og um 85 mótmælendur hafi verið handteknnir. Einn mótmælandi segist í samtali við New York Times hafa verið úðuð með piparúða fyrir það eitt að spyrja hvers vegna félagi hennar hafi verið handtekinn. Mótmælin, sem standa enn yfir, beinast að fjármálakerfinu sem mótmælendur segja að hygli sérstaklega efnuðu fólki á kostnað almenning. Þau hófust á laugardaginn fyrir rúmri viku og voru skipulögð af samtökum sem kalla sig General Assembly.
Mest lesið Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira