Mótmælendur handteknir á Wall Street 25. september 2011 11:45 Wallstreet í New York mynd/afp Um áttatíu mótmælendur voru í gær handteknir skammt frá kauphöllinni í New York en stíf mótmæli hafa verið á Wall Street undanfarna viku. Mótmælendurnir eru að andmæla kapítalisma og björgun bankanna. Áætlunin „Hernemum Wall Street" sem bandarískir mótmælendur og aðgerðasinnar skipulögðu hefur nú staðið yfir í viku. Hún byrjaði sem friðsamleg og nokkuð fámenn mótmæli en mótmælendum hefur fjölgað mikið undanfarna daga. Margir þeirra hafa sett um nokkurs konar búðir í fjármálahverfi New York borgar og hafa gist þar undanfarna daga í svefnpokum. Hiti færðist í leikinn í gær þegar áttatíu mótmælendur voru handteknir, að því er fram kemur á vef bandaríska dagblaðsins New York Times, en mótmælendurnir, sem voru nokkur hundruð talsins, hugðust ganga norður í mótmælagöngu í átt að Union Square. Talsmaður lögreglunnar í New York sagði að flestir hefðu verið handteknir fyrir að stöðva umferð bæði bíla og gangandi vegfarenda og einnig fyrir að mótþróa, ósamvinnuþýðni og brot gegn valdstjórninni með því að hindra lögreglumenn frá því að gegna skyldustörfum. Og í einu tilviki fyrir árás á lögreglumann. Mótmælendurnir segja að piparúða hafi verið beitt og um 85 mótmælendur hafi verið handteknnir. Einn mótmælandi segist í samtali við New York Times hafa verið úðuð með piparúða fyrir það eitt að spyrja hvers vegna félagi hennar hafi verið handtekinn. Mótmælin, sem standa enn yfir, beinast að fjármálakerfinu sem mótmælendur segja að hygli sérstaklega efnuðu fólki á kostnað almenning. Þau hófust á laugardaginn fyrir rúmri viku og voru skipulögð af samtökum sem kalla sig General Assembly. Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Um áttatíu mótmælendur voru í gær handteknir skammt frá kauphöllinni í New York en stíf mótmæli hafa verið á Wall Street undanfarna viku. Mótmælendurnir eru að andmæla kapítalisma og björgun bankanna. Áætlunin „Hernemum Wall Street" sem bandarískir mótmælendur og aðgerðasinnar skipulögðu hefur nú staðið yfir í viku. Hún byrjaði sem friðsamleg og nokkuð fámenn mótmæli en mótmælendum hefur fjölgað mikið undanfarna daga. Margir þeirra hafa sett um nokkurs konar búðir í fjármálahverfi New York borgar og hafa gist þar undanfarna daga í svefnpokum. Hiti færðist í leikinn í gær þegar áttatíu mótmælendur voru handteknir, að því er fram kemur á vef bandaríska dagblaðsins New York Times, en mótmælendurnir, sem voru nokkur hundruð talsins, hugðust ganga norður í mótmælagöngu í átt að Union Square. Talsmaður lögreglunnar í New York sagði að flestir hefðu verið handteknir fyrir að stöðva umferð bæði bíla og gangandi vegfarenda og einnig fyrir að mótþróa, ósamvinnuþýðni og brot gegn valdstjórninni með því að hindra lögreglumenn frá því að gegna skyldustörfum. Og í einu tilviki fyrir árás á lögreglumann. Mótmælendurnir segja að piparúða hafi verið beitt og um 85 mótmælendur hafi verið handteknnir. Einn mótmælandi segist í samtali við New York Times hafa verið úðuð með piparúða fyrir það eitt að spyrja hvers vegna félagi hennar hafi verið handtekinn. Mótmælin, sem standa enn yfir, beinast að fjármálakerfinu sem mótmælendur segja að hygli sérstaklega efnuðu fólki á kostnað almenning. Þau hófust á laugardaginn fyrir rúmri viku og voru skipulögð af samtökum sem kalla sig General Assembly.
Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira