Fjórðungur kvenna á Skagaströnd í heilsuátaki Erla Hlynsdótti skrifar 14. febrúar 2011 11:24 Þær taka vel á þessa dagana, konurnar á Skagaströnd Mynd: Sigurður Sigurðarson Gríðarlegur fjöldi kvenna á Skagaströnd tekur nú þátt í sérstöku heilsuátaki sem þar stendur yfir. Ríflega fimm hundruð manns búa í sveitarfélaginu, þar af helmingurinn konur, en 63 konur taka þátt í heilsuátakinu. Yngsta konan er í kring um tvítugsaldurinn en sú elsta um sjötugt. Það er því fjórðungur þeirra kvenna sem býr á svæðinu sem mætir í þolfimi, jóga og zuma í því skyni að bæta heilsu og auka lífsgæði. „Það er mjög skemmtilegt í svona litlum bæ að ná saman svona stórum hópi," segir Helga Ólína Aradóttir sem er einn leiðbeinenda á heilsunámskeiðinu. „Við lögðum upp með að ná allavega tuttugu konum. Þessi mikla þátttaka er því framar vonum," segir Helga. Mælingar og matardagbók Íbúar á Skagaströnd hafa almennt aðgang að íþróttahúsæði þar sem á tímum hefur verið boðið upp á þolfiminámskeið. Þá er einnig hópur sem sækir fasta badmintontíma. Átakið er því kærkomin viðbót. Nokkuð mörg ár eru síðan staðið var fyrir heilsuátaki meðal kvenna í sveitarfélaginu og var nú ákveðið að endurtaka leikinn. Tæplega fimmtíu konur sóttu undirbúningsfund vegna átaksins, fyrsti tíminn í íþróttasalnum var þriðjudaginn 8. febrúar og enn hefur bæst við síðan þá, þannig að heildarfjöldinn nú er 63 konur. Helga útilokar ekki að fleiri eigi eftir að bætast við. Fjórir leiðbeinendur sjá um námskeiðið; lærður dansari og pilateskennari, þolfimikennari, iðjuþjálfi og hjúkrunarfræðingur. Yfirskrift átaksins er: „Á réttri leið. Bætt heilsa - betri líðan." Auk þess að mæta í ræktina þrisvar í viku er boðið upp á ýmsar mælingar, svom sem á blóðsykri, ummáli og viktun fyrir þær sem það vilja. Þá fá konurnar leiðsögn í að halda matardagbók.Konurnar slaka á í lok tímaMynd: Sigurður SigurðarsonÍ kvöld ætla konurnar síðan allar að borða saman þar sem hver og ein kemur með heilsurétt. Þá geta konurnar fengið hugmyndir að réttum til að elda sjálfar heima. „Þetta er bara heildarpakki," segir Helga en átakið miðar að því að stuðla að heilbrigðari lífsstíl á alla vegu.Afsláttur af grænmeti og ávöxtum Sveitarfélagið sjálft lætur ekki sitt eftir liggja og býður konunum í átakinu ókeypis aðgang að íþróttahúsinu utan fastra tíma. Til að stuðla að aukinni neyslu á hollu fæði býður Samkaup konunum tíu prósenta afslátt af grænmeti og ávöxtum á meðan á námskeiðinu stendur. Þá eru margir vinnustaðir í bænum virkir þátttakendur í Lífshlaupinu þar sem landsmenn eru hvattir til að hreyfa sig daglega, og fá konurnar einnig hvatningu þaðan. „Þetta er virkilega skemmtilegt og mjög jákvæður andi hjá okkur," segir Helga sem hlakkar til næstu vikna með þessum orkumiklu konum. Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Sjá meira
Gríðarlegur fjöldi kvenna á Skagaströnd tekur nú þátt í sérstöku heilsuátaki sem þar stendur yfir. Ríflega fimm hundruð manns búa í sveitarfélaginu, þar af helmingurinn konur, en 63 konur taka þátt í heilsuátakinu. Yngsta konan er í kring um tvítugsaldurinn en sú elsta um sjötugt. Það er því fjórðungur þeirra kvenna sem býr á svæðinu sem mætir í þolfimi, jóga og zuma í því skyni að bæta heilsu og auka lífsgæði. „Það er mjög skemmtilegt í svona litlum bæ að ná saman svona stórum hópi," segir Helga Ólína Aradóttir sem er einn leiðbeinenda á heilsunámskeiðinu. „Við lögðum upp með að ná allavega tuttugu konum. Þessi mikla þátttaka er því framar vonum," segir Helga. Mælingar og matardagbók Íbúar á Skagaströnd hafa almennt aðgang að íþróttahúsæði þar sem á tímum hefur verið boðið upp á þolfiminámskeið. Þá er einnig hópur sem sækir fasta badmintontíma. Átakið er því kærkomin viðbót. Nokkuð mörg ár eru síðan staðið var fyrir heilsuátaki meðal kvenna í sveitarfélaginu og var nú ákveðið að endurtaka leikinn. Tæplega fimmtíu konur sóttu undirbúningsfund vegna átaksins, fyrsti tíminn í íþróttasalnum var þriðjudaginn 8. febrúar og enn hefur bæst við síðan þá, þannig að heildarfjöldinn nú er 63 konur. Helga útilokar ekki að fleiri eigi eftir að bætast við. Fjórir leiðbeinendur sjá um námskeiðið; lærður dansari og pilateskennari, þolfimikennari, iðjuþjálfi og hjúkrunarfræðingur. Yfirskrift átaksins er: „Á réttri leið. Bætt heilsa - betri líðan." Auk þess að mæta í ræktina þrisvar í viku er boðið upp á ýmsar mælingar, svom sem á blóðsykri, ummáli og viktun fyrir þær sem það vilja. Þá fá konurnar leiðsögn í að halda matardagbók.Konurnar slaka á í lok tímaMynd: Sigurður SigurðarsonÍ kvöld ætla konurnar síðan allar að borða saman þar sem hver og ein kemur með heilsurétt. Þá geta konurnar fengið hugmyndir að réttum til að elda sjálfar heima. „Þetta er bara heildarpakki," segir Helga en átakið miðar að því að stuðla að heilbrigðari lífsstíl á alla vegu.Afsláttur af grænmeti og ávöxtum Sveitarfélagið sjálft lætur ekki sitt eftir liggja og býður konunum í átakinu ókeypis aðgang að íþróttahúsinu utan fastra tíma. Til að stuðla að aukinni neyslu á hollu fæði býður Samkaup konunum tíu prósenta afslátt af grænmeti og ávöxtum á meðan á námskeiðinu stendur. Þá eru margir vinnustaðir í bænum virkir þátttakendur í Lífshlaupinu þar sem landsmenn eru hvattir til að hreyfa sig daglega, og fá konurnar einnig hvatningu þaðan. „Þetta er virkilega skemmtilegt og mjög jákvæður andi hjá okkur," segir Helga sem hlakkar til næstu vikna með þessum orkumiklu konum.
Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Sjá meira