Vettel jafnaði árangur Prost og Senna í dag 29. október 2011 20:27 Mark Webber, Sebastian Vettel og Lewis Hamilton eftir tímatökuna í dag. AP MYND: GURINDER OSAN Sebastian Vettel á Red Bull náði því marki að ná besta tíma tímatöku í þrettanda skipti á árinu, í tímatökunni á Buddh brautinni í Indlandi í dag. Vettel jafnaði þannig árangur sem Alain Prost og Ayrton heitin Senna höfðu áður náð á sínum Formúlu 1 ferli í tímatökum en metið hvað árangur í tímatökum varðar á Nigel Mansell. Mansell náði fjórtan sinnum að vera fljótastur í tímatökum árið 1992. „Þetta var góð törn hjá okkur. Ný braut og nýr vettvangur og erfitt fyrir alla í fyrsta skipti í tímatöku. Það hefur verið ryk á brautinni alla helgina og það var ein aksturslína um brautina. Menn tapa tíma ef þar fara örlítið út fyrir aksturslínuna. (bílarnir missa grip vegna ryksins utan aksturslínunnar) En ég held að okkur hafi tekist vel upp", sagði Vettel um tímatökuna og gat þess að Red Bull bíllinn hefði verið frábær alveg frá fyrstu æfingu á föstudag og í tímatökunni. Red Bull liðið náði því marki í dag að ná besta tíma í tímatöku í sextánda skipti á þessu keppnistímabili og það er nýtt met hjá keppnisliði á sama keppnistímabili. Mark Webber, liðsfélagi Vettel verður annar á ráslínu í kappakstrinum í Indlandi á morgun, Fernando Alonso á Ferrari verður þriðji og Jenson Button á McLaren fjórði. Lewis Hamilton á McLaren verður fimmti, en hann var með næst besta tíma í tímatökunni, en dómarar færðu hann aftur um þrjjú sæti á ráslínu, þar sem hann var brotlegur í brautinni á fyrstu æfingu á föstudag. Vettel hefur unnið tíu Formúlu 1 mót á árinu og er þegar búinn að tryggja sér meistaratitil ökumanna í Formúlu 1. „Ég held að þetta verði áhugaverð keppni. Brautin er krefjandi og ég hlakka til morgundagsins, er spenntur að keppa á morgun," sagði Vettel sem er í fyrsta skipti í Indlandi. Formúlu 1 mótið í Indlandi verður i beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 09.00 í fyrramálið. Formúla Íþróttir Mest lesið Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Körfubolti Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Körfubolti „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Sebastian Vettel á Red Bull náði því marki að ná besta tíma tímatöku í þrettanda skipti á árinu, í tímatökunni á Buddh brautinni í Indlandi í dag. Vettel jafnaði þannig árangur sem Alain Prost og Ayrton heitin Senna höfðu áður náð á sínum Formúlu 1 ferli í tímatökum en metið hvað árangur í tímatökum varðar á Nigel Mansell. Mansell náði fjórtan sinnum að vera fljótastur í tímatökum árið 1992. „Þetta var góð törn hjá okkur. Ný braut og nýr vettvangur og erfitt fyrir alla í fyrsta skipti í tímatöku. Það hefur verið ryk á brautinni alla helgina og það var ein aksturslína um brautina. Menn tapa tíma ef þar fara örlítið út fyrir aksturslínuna. (bílarnir missa grip vegna ryksins utan aksturslínunnar) En ég held að okkur hafi tekist vel upp", sagði Vettel um tímatökuna og gat þess að Red Bull bíllinn hefði verið frábær alveg frá fyrstu æfingu á föstudag og í tímatökunni. Red Bull liðið náði því marki í dag að ná besta tíma í tímatöku í sextánda skipti á þessu keppnistímabili og það er nýtt met hjá keppnisliði á sama keppnistímabili. Mark Webber, liðsfélagi Vettel verður annar á ráslínu í kappakstrinum í Indlandi á morgun, Fernando Alonso á Ferrari verður þriðji og Jenson Button á McLaren fjórði. Lewis Hamilton á McLaren verður fimmti, en hann var með næst besta tíma í tímatökunni, en dómarar færðu hann aftur um þrjjú sæti á ráslínu, þar sem hann var brotlegur í brautinni á fyrstu æfingu á föstudag. Vettel hefur unnið tíu Formúlu 1 mót á árinu og er þegar búinn að tryggja sér meistaratitil ökumanna í Formúlu 1. „Ég held að þetta verði áhugaverð keppni. Brautin er krefjandi og ég hlakka til morgundagsins, er spenntur að keppa á morgun," sagði Vettel sem er í fyrsta skipti í Indlandi. Formúlu 1 mótið í Indlandi verður i beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 09.00 í fyrramálið.
Formúla Íþróttir Mest lesið Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Körfubolti Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Körfubolti „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira