Handbolti

HM 2011: Dúfur á flugi í keppnishöllinni í Barueri | leikurinn í opinni dagskrá

Sigurður Elvar Þórólfsson í Barueri skrifar
Dúfurnar í keppnishöllinni í dag.
Dúfurnar í keppnishöllinni í dag. Mynd/Pjetur
Íslenska kvennalandsliðið leikur í dag í Barueri í 16-liða úrslitum heimsmeistaramótsins í handbolta. Um 5000 áhorfendur rúmast í þessu bjarta og opna íþróttamannvirki og eru áhorfendastæðin allt í kringum völlinn. Athygli vekur að dúfur fljúga hér um og virðast mótshaldarar ekki kippa sér mikið upp við það.

Stelpurnar okkar hafa ekki æft á þessum keppnisstað. Þær tóku létta skokkæfingu á ströndinni í Santos snemma í gærmorgun áður en liðið hélt í rútuferð um hádegið. Það tók um 3 tíma að komast frá strandbænum Santos til Barueri.

Keppnishöllin í Barueri.Mynd/Pjetur
Það er 28 gráðu hiti í keppnishöllinni, jafn heitt og utandyra enda stórar hurðir opnar upp á gátt.

Leikur Íslands og Rússlands hefst kl. 16.25 og verður hann í opinni dagskrá á Stöð 2 sport. Upphitun Þorsteins J og gesta hefst kl. 16 og að sjálfsögðu eftir að leik lýkur verður haldið áfram með umfjöllunina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×