Handbolti

HM 2011: Karen í 18. sæti yfir markahæstu leikmenn

Sigurður Elvar Þórólfsson í Barueri skrifar
Karen Knútsdóttir í leiknum gegn Kína.
Karen Knútsdóttir í leiknum gegn Kína. Mynd/Pjetur
Karen Knútsdóttir er í 18. sæti yfir markahæstu leikmenn heimsmeistaramótsins í handbolta í Brasilíu fyrir leikinn gegn Rússum í dag. Karen hefur skorað 24 mörk þar af 10 úr vítaköstum. Shio Fujii frá Japan er markahæst með 38 mörk, þar af 14 úr vítum og þar á eftir kemur Linn Jorun Sulland frá Noregi með 34 og hún hefur skorað úr 17 vítum.

Stella Sigurðardóttir er næst markahæsti leikmaður Íslands á mótinu með 20 mörk og þar af 10 úr vítaköstum. Stella er í 30. sæti yfir markahæstu leikmenn mótsins.

Rut Jónsdóttir er í 16. sæti yfir þá leikmenn sem gefa flestar stoðsendingar. Rut er með 14 slíkar en Mouna Chebbah frá Angóla er þar langefst á listanum með 32. Karoline Dyhre Breivang frá Noregi er í öðru sæti með 23 líkt og þær Bojana Popovic frá Svartfjallandi og Ana Paula Rodriques frá Brasilíu.

Karen í 22. sæti þegar lögð eru saman mörk og stoðsendingar,24 mörk og 9 stoðsendingar, samtals 33. Shio Fujii er efst á þeim lista með samtals 57. Stella Sigurðardóttir kemst einnig á listann en hún er í 31. sæti með 30 samtals.

Anna Úrsúla Guðmundsdóttir er í 11. sæti þegar kemur að vörðum skotum í vörn, alls 6. Elzira De Fatima Barros frá Angóla er þar efst með 10.

Stella Sigurðardóttir er í 7 sæti yfir þá leikmenn sem fara oftast útaf með 2 mínútna brottvísun. Hún hefur fjórum sinnum verið rekin útaf í 2 mínútur og fimm sinnum fengið gult spjald. Athygli vekur að Ástrali er efstur á þessum lista, Allira Hudson-Gofers, en hún hefur sjö sinnum verið rekin útaf og þrívegis fengið gult spjald.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×