Handbolti

Evgeny Trefilov í ham - myndir

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Pjetur Sigurðsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, fylgdist vel með þjálfara rússneska landsliðsins, hinum skrautlega Evgeny Trefilov, í leik Íslands og Rússlands í dag.

Trefilov er vægast sagt líflegur á hliðarlínunni en hann virðist nánast undantekningarlaust öskureiður út í sína leikmenn, hvort sem þeim gengur vel eða ekki.

Það sama var upp á teningnum í dag og þegar íslenska liðinu gekk sem best í fyrri hálfleik lét Trefilov leikmenn sína heyra það óspart. Hér fyrir neðan má sjá myndasyrpu Pjeturs af kappanum.

Mynd/Pjetur



Fleiri fréttir

Sjá meira


×