Handbolti

HM 2011: Stelpurnar okkar féllu úr leik með sæmd - myndir

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ísland tapaði í dag fyrir Rússlandi með ellefu marka mun, 30-19, eftir hetjulega baráttu í leik liðanna í 16-liða úrslitum.

Eftir flottan fyrri hálfleik settu heimsmeistararnir í fluggír og stungu stelpurnar okkar af.

Ísland hefur nú lokið þátttöku á mótinu og stelpurnar halda heim á leið með höfuðið hátt enda árangurinn frábær á þessu fyrsta heimsmeistaramóti íslenska kvennalandsliðsins. Ísland fór með sex stig upp úr sínum riðli sem var glæsilegur árangur.

Pjetur Sigurðsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins er í Barueri í Brasilíu og tók þessar myndir.

Anna Úrsúla Guðmundsdóttir huggar Stellu Sigurðarsdóttir eftir leikinn í dag.Mynd/Pjetur



Fleiri fréttir

Sjá meira


×