Losnaði undan 1,7 milljóna króna ábyrgð 13. janúar 2011 19:39 Samkomulag sem viðskiptaráðherra gerði við fjármálastofnanir árið 2001 kveður á um að skuldarar, sem fá meira en milljón að láni, verði að fara í greiðslumat. Fullorðinn maður losnaði undan sautján hundruð þúsund króna ábyrgð þar sem Landsbankinn lét undir höfuð leggjast að fylgja þessari verklagsreglu. Árið 2006 tóku Brynjólfur Smári Þorkelsson og unnusta hans yfirdráttarlán hjá Landsbankanum á Akranesi til bílakaupa. Þau bjuggu þá í Bandaríkjunum og fengu sautján hundruð þúsund krónur að láni en bankinn krafðist ábyrgðarmanns. „Við fengum tengdaföður minn til að skrifa undir þetta og þetta gekk eiginlega mjög hratt fyrir sig. Við vorum bara komin með peningana og bílinn á örskömmum tíma og allir voða ánægðir," segir Brynjólfur. Brynjólfur starfar við sölu fasteigna og varð fyrir fjárhagslegum þrengingum þegar fasteignamarkaðurinn hrundi. Þau lentu í vanskilum með yfirdráttarlánið og í fyrra náði innheimta bankans hámarki. Brynjólfur segir að tengdaföður hans hafi verið hótað nauðungarsölu. „Ég náttúrulega vildi ekki fara láta tengdaforeldra mína missa heimili sitt útaf sautján hundruð þúsund krónum." Brynjólfur benti bankanum þá á samkomulag sem Valgerður Sverrisdóttir þáverandi viðskiptaráðherra hafði gert við allar helstu fjármálastofnanir landsins árið 2001. Samskonar samkomulag hafði verið gert árið 1998. Í þriðju grein þess segir: Sé skuldaábyrgð eða veð sett til tryggingar fjárhagslegri skuldbindingu ber fjármálafyrirtæki að meta greiðslugetu greiðanda, nema ábyrgðarmaður óski sérstaklega eftir því með skriflegum hætti að svo verði ekki gert. Þá segir ennfremur að fjármálafyrirtækjum sé skylt að greiðslumeta skuldara fari lánsupphæð yfir eina milljón króna. Samkvæmt þessu þarf lántakandi að fara í greiðslumat áður en ábyrgðarmaður skrifar undir. Tryggt skal að ábyrgðarmaður geti kynnt sér niðurstöðu greiðslumatsins áður en hann gengst í ábyrgðina. Slíkt var ekki gert í tilviki Brynjólfs og konu hans þegar þau tóku lánið. Eftir að bankanum hafði verið bent á þetta samkomulag losnaði tengdafaðir hans undan ábyrgðinni. Brynjólfi og unnustu hans var verulega létt og náðu svo að semja um skuldina. „Það er hrikalegt að aðrir þurfi að taka á sig skuldir manns því maður vill sjálfur ganga frá sínum skuldum," segir Brynjólfur. Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sjá meira
Samkomulag sem viðskiptaráðherra gerði við fjármálastofnanir árið 2001 kveður á um að skuldarar, sem fá meira en milljón að láni, verði að fara í greiðslumat. Fullorðinn maður losnaði undan sautján hundruð þúsund króna ábyrgð þar sem Landsbankinn lét undir höfuð leggjast að fylgja þessari verklagsreglu. Árið 2006 tóku Brynjólfur Smári Þorkelsson og unnusta hans yfirdráttarlán hjá Landsbankanum á Akranesi til bílakaupa. Þau bjuggu þá í Bandaríkjunum og fengu sautján hundruð þúsund krónur að láni en bankinn krafðist ábyrgðarmanns. „Við fengum tengdaföður minn til að skrifa undir þetta og þetta gekk eiginlega mjög hratt fyrir sig. Við vorum bara komin með peningana og bílinn á örskömmum tíma og allir voða ánægðir," segir Brynjólfur. Brynjólfur starfar við sölu fasteigna og varð fyrir fjárhagslegum þrengingum þegar fasteignamarkaðurinn hrundi. Þau lentu í vanskilum með yfirdráttarlánið og í fyrra náði innheimta bankans hámarki. Brynjólfur segir að tengdaföður hans hafi verið hótað nauðungarsölu. „Ég náttúrulega vildi ekki fara láta tengdaforeldra mína missa heimili sitt útaf sautján hundruð þúsund krónum." Brynjólfur benti bankanum þá á samkomulag sem Valgerður Sverrisdóttir þáverandi viðskiptaráðherra hafði gert við allar helstu fjármálastofnanir landsins árið 2001. Samskonar samkomulag hafði verið gert árið 1998. Í þriðju grein þess segir: Sé skuldaábyrgð eða veð sett til tryggingar fjárhagslegri skuldbindingu ber fjármálafyrirtæki að meta greiðslugetu greiðanda, nema ábyrgðarmaður óski sérstaklega eftir því með skriflegum hætti að svo verði ekki gert. Þá segir ennfremur að fjármálafyrirtækjum sé skylt að greiðslumeta skuldara fari lánsupphæð yfir eina milljón króna. Samkvæmt þessu þarf lántakandi að fara í greiðslumat áður en ábyrgðarmaður skrifar undir. Tryggt skal að ábyrgðarmaður geti kynnt sér niðurstöðu greiðslumatsins áður en hann gengst í ábyrgðina. Slíkt var ekki gert í tilviki Brynjólfs og konu hans þegar þau tóku lánið. Eftir að bankanum hafði verið bent á þetta samkomulag losnaði tengdafaðir hans undan ábyrgðinni. Brynjólfi og unnustu hans var verulega létt og náðu svo að semja um skuldina. „Það er hrikalegt að aðrir þurfi að taka á sig skuldir manns því maður vill sjálfur ganga frá sínum skuldum," segir Brynjólfur.
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sjá meira