Ferrari stjórinn vill berjast án þess að skoða stigastöðuna 11. júlí 2011 16:34 Fernando Alonso bendir á stýrið með Ferrari merkinu eftir sigurinn á Silverstone í gær. AP mynd: Tom Hevezi Stefano Domenicali, yfirmaður Ferrari segir að frammistaða liðs síns hafi verið ótrúleg í breska kappakstrinum í gær, en Fernando Alonso vann sinn fyrsta sigur í Formúlu 1 á árinu og Ferrari að sama skapi. Ferrari mætti með endurbættan bíl sem virkaði vel á brautinni og Alonso færðist upp í þriðja sæti í stigakeppni ökumanna, en hann var fimmti fyrir mótið. Vettel er með 80 stiga forskot á Mark Webber, liðfélaga sinn hjá Red Bull og Alonso er 12 stigum á eftir Webber. „Við sáum að frammistaða bíls okkar var góð við allar aðstæður, á öllum útgáfum dekkja, jafnvel á laugardag, þannig að ég er ánægður með það. En eins og áður, þá verðum við að ná árangri mót frá móti. Kannski verða hlutirnir öðruvísi í næsta móti", sagði Domenicali í frétt á autosport.com. Alonso talaði um það á fréttamannafundi eftir keppnina að hann teldi að best væri að einbeita sér að hverju móti og reyna hámarka árangur liðsins í hverri keppni, en Sebastian Vettel er með gott forskot í stigamóti ökumanna og Red Bull í keppni bílasmiða. „Við þurfum að horfa framávið og gæta þess að við höfum styrkleika fyrir næsta hluta tímabilsins og munum reyna að berjast án þess að skoða stigastöðuna. Hámarka árangurinn og sjá hvar við stöndum eftir sjö mót", sagði Domenicali. Næsta mót er í Þýskalandi og Ferari mætir væntanlega með einhverjar endurbætur í þá keppni að sögn Domenicali. Felipe Massa, hinn ökumaður Ferrari náði fimmta sæti í keppninni á Silverstone í gær, eftir harðan slag við Lewis Hamilton á McLaren á lokasprettinum. Staðan í stigamótinu Ökumenn 1. Vettel 204 2. Webber 124 3. Alonso 112 4. Hamilton 109 5. Button 109 Bílasmiðir 1. Red Bull 328 2. McLaren 218 3. Ferrari 164 Formúla Íþróttir Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Sport Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Stefano Domenicali, yfirmaður Ferrari segir að frammistaða liðs síns hafi verið ótrúleg í breska kappakstrinum í gær, en Fernando Alonso vann sinn fyrsta sigur í Formúlu 1 á árinu og Ferrari að sama skapi. Ferrari mætti með endurbættan bíl sem virkaði vel á brautinni og Alonso færðist upp í þriðja sæti í stigakeppni ökumanna, en hann var fimmti fyrir mótið. Vettel er með 80 stiga forskot á Mark Webber, liðfélaga sinn hjá Red Bull og Alonso er 12 stigum á eftir Webber. „Við sáum að frammistaða bíls okkar var góð við allar aðstæður, á öllum útgáfum dekkja, jafnvel á laugardag, þannig að ég er ánægður með það. En eins og áður, þá verðum við að ná árangri mót frá móti. Kannski verða hlutirnir öðruvísi í næsta móti", sagði Domenicali í frétt á autosport.com. Alonso talaði um það á fréttamannafundi eftir keppnina að hann teldi að best væri að einbeita sér að hverju móti og reyna hámarka árangur liðsins í hverri keppni, en Sebastian Vettel er með gott forskot í stigamóti ökumanna og Red Bull í keppni bílasmiða. „Við þurfum að horfa framávið og gæta þess að við höfum styrkleika fyrir næsta hluta tímabilsins og munum reyna að berjast án þess að skoða stigastöðuna. Hámarka árangurinn og sjá hvar við stöndum eftir sjö mót", sagði Domenicali. Næsta mót er í Þýskalandi og Ferari mætir væntanlega með einhverjar endurbætur í þá keppni að sögn Domenicali. Felipe Massa, hinn ökumaður Ferrari náði fimmta sæti í keppninni á Silverstone í gær, eftir harðan slag við Lewis Hamilton á McLaren á lokasprettinum. Staðan í stigamótinu Ökumenn 1. Vettel 204 2. Webber 124 3. Alonso 112 4. Hamilton 109 5. Button 109 Bílasmiðir 1. Red Bull 328 2. McLaren 218 3. Ferrari 164
Formúla Íþróttir Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Sport Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira