Innlent

Skjólskógar brutu jafnréttislög

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Skjólskógar á Vestfjörðum brutu jafnréttislög þegar þau sögðu konu en ekki karlmanni upp störfum á dögunum. Þetta segir í niðurstöðu kærunefndar Jafnréttisnefndar.

Þrír starfsmenn unnu hjá Skjólskógum, sem er landshlutaverkefni á sviði skógræktar. Framkvæmdastjórinn, svæðisstjóri á Þingeyri, sem er karl og menntaður búfræðingur, auk konu sem hafði starfsstöð á heimili sínu í Bjarnarfirði og hafði bakkalárgráðu í vistfræði og aukanám í skógfræði. Konan hafði unnið hjá stofnuninni frá árinu 2000 en karlmaðurinn hafði verið svæðisstjóri frá árinu 2001. 

Kærunefnd Jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu að konan hefði haft meiri menntun, sem auk þess væri betur sniðin að starfinu og hefði jafnframt unnið lengur á vegum Skjólskóga. Með uppsögn hennar hefði henni því verið mismunað á grundvelli kyns.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×