Barack Obama krefst aðgerða 3. nóvember 2011 17:49 Barack Obama, forseti Bandaríkjanna. Barack Obama forseti Bandaríkjanna krafðist þess í dag að þjóðhöfðingjar Evrópusambandsins gripu tafarlaust til aðgerða vegna skuldavanda á evrusvæðinu. Þetta kom fram á blaðamannafundi Obama á G20 fundinum sem nú stendur yfir í Frakklandi. "Við verðum að sjá til þess að aðgerðirnar hafa raunveruleg áhrif og komi í veg fyrir óþarfa tjón. Ráðaleysi er ekki valkostur," sagði Obama, samkvæmt fréttum breska ríkisútvarpsins BBC. Á fundinum minntist Obama meðal annars á að nákvæmari aðgerðaráætlun væri nauðsyn til þess að virkja alþjóðasamfélagið til þátttöku í björgunarsjóði ESB. Kínverjar hafa nú þegar gefið það út að þeir séu ekki tilbúnir að kaupa skuldabréf sjóðsins fyrr en að útlistað hafi verið með nákvæmari hætti hvernig sjóðurinn verður fjármagnaður og nýttur. Allra augu eru nú á Grikklandi en mikill pólitískur óstöðugleiki er þar í landi um þessar mundir. Nær útilokað er talið að Grikkland geti grett skuldir sínar til baka sem eru á gjalddaga í desember nk., að því er greint var frá í Wall Street Journal í dag. Þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild Grikklands að evrusvæðinu, og aðgerðir landsins í ríkisfjármálum, er áformuð í desember nk. Erfitt er þó að segja til um hver þróun mála verður. Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Barack Obama forseti Bandaríkjanna krafðist þess í dag að þjóðhöfðingjar Evrópusambandsins gripu tafarlaust til aðgerða vegna skuldavanda á evrusvæðinu. Þetta kom fram á blaðamannafundi Obama á G20 fundinum sem nú stendur yfir í Frakklandi. "Við verðum að sjá til þess að aðgerðirnar hafa raunveruleg áhrif og komi í veg fyrir óþarfa tjón. Ráðaleysi er ekki valkostur," sagði Obama, samkvæmt fréttum breska ríkisútvarpsins BBC. Á fundinum minntist Obama meðal annars á að nákvæmari aðgerðaráætlun væri nauðsyn til þess að virkja alþjóðasamfélagið til þátttöku í björgunarsjóði ESB. Kínverjar hafa nú þegar gefið það út að þeir séu ekki tilbúnir að kaupa skuldabréf sjóðsins fyrr en að útlistað hafi verið með nákvæmari hætti hvernig sjóðurinn verður fjármagnaður og nýttur. Allra augu eru nú á Grikklandi en mikill pólitískur óstöðugleiki er þar í landi um þessar mundir. Nær útilokað er talið að Grikkland geti grett skuldir sínar til baka sem eru á gjalddaga í desember nk., að því er greint var frá í Wall Street Journal í dag. Þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild Grikklands að evrusvæðinu, og aðgerðir landsins í ríkisfjármálum, er áformuð í desember nk. Erfitt er þó að segja til um hver þróun mála verður.
Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira