Tiger rekur kylfusveininn sinn Henry Birgir Gunnarsson skrifar 21. júlí 2011 10:15 Tiger og Williams eru hættir að vinna saman. Eftir 12 ára samstarf er komið að leiðarlokum. Tiger Woods er búinn að reka kylfusveininn sinn, Steve Williams. Aftur nýtt upphaf hjá Tiger í þeirri von sinni að komast aftur á skrið. Saman unnu þeir 72 mót og þar af 13 risatitla. Þeir voru þess utan miklir trúnaðarvinir. Tiger segir ástæðuna vera sú að það sé kominn timu á breytingar. "Steve er frábær kylfusveinn og vinur. Hann á mikinn þátt í mínum árangri. Ég óska honum alls hins besta í framtíðinni," sagði Tiger en hann er ekki búinn að ráða nýjan kylfusvein. Williams hefur unnið með Adam Scott í síðustu mótum sem Tiger hefur ekki getað tekið þátt í vegna meiðsla. "Kylfingur hefur fullan rétt á þvi að reka kylfusveininn sinn. Þegar illa gengur er ekki óalgengt að menn taki upp á slíku. Ég tek þessu ekkert illa en tímasetningin veldur mér vonbrigðum," sagði Williams sem er milljónamæringur eftir árin með Tiger þar sem hann var ávallt launahæsti íþróttamaður Nýja-Sjálands ef hægt er að tala um kylfusvein sem íþróttamann. Golf Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Fleiri fréttir Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Eftir 12 ára samstarf er komið að leiðarlokum. Tiger Woods er búinn að reka kylfusveininn sinn, Steve Williams. Aftur nýtt upphaf hjá Tiger í þeirri von sinni að komast aftur á skrið. Saman unnu þeir 72 mót og þar af 13 risatitla. Þeir voru þess utan miklir trúnaðarvinir. Tiger segir ástæðuna vera sú að það sé kominn timu á breytingar. "Steve er frábær kylfusveinn og vinur. Hann á mikinn þátt í mínum árangri. Ég óska honum alls hins besta í framtíðinni," sagði Tiger en hann er ekki búinn að ráða nýjan kylfusvein. Williams hefur unnið með Adam Scott í síðustu mótum sem Tiger hefur ekki getað tekið þátt í vegna meiðsla. "Kylfingur hefur fullan rétt á þvi að reka kylfusveininn sinn. Þegar illa gengur er ekki óalgengt að menn taki upp á slíku. Ég tek þessu ekkert illa en tímasetningin veldur mér vonbrigðum," sagði Williams sem er milljónamæringur eftir árin með Tiger þar sem hann var ávallt launahæsti íþróttamaður Nýja-Sjálands ef hægt er að tala um kylfusvein sem íþróttamann.
Golf Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Fleiri fréttir Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira