Bjarni Magnússon hefur verið ráðinn sem þjálfari meistraflokks liðs Hauka í kvennakörfuboltanum en hann tekur við af Henning Henningssyni sem sagði starfi sínu lausu. Bjarni var aðstoðarþjálfari Fjölnis í úrvalsdeild karla á síðustu leiktíð en hann lék með ÍA, Haukum og Grindavík í úrvalsdeildinni.
Henning mun halda áfram störfum fyrir Hauka en hann mun þjálfa yngri leikmenn deildarinnar. Haukar enduðu í fjórða sæti úrvalsdeildar kvenna á síðustu leiktíð.
