Handbolti

Jesper Nielsen: Mun áfram styrkja Löwen

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jesper ætlar sér stóra hluti með AG en mun samt halda tryggð við Rhein-Neckar Löwen.nordicphotos/getty
Jesper ætlar sér stóra hluti með AG en mun samt halda tryggð við Rhein-Neckar Löwen.nordicphotos/getty
Jesper Nielsen, eigandi AG Kaupmannahafnar og einn aðalstyrktaraðili Rhein-Neckar Löwen í Þýskalandi, ætlar ekki að hætta að styrkja félagið á næstu árum.

Nielsen tilkynnti í dögunum að hann ætlaði að styrkja AG með því að fá Íslendingana þrjá hjá Löwen, þá Ólaf Stefánsson, Róbert Gunnarsson og Guðjón Val Sigurðsson, til Danmerkur fyrir næsta tímabil. Þá hefur hann einnig hug á að fá Karol Bielecki, sem og Krzysztof Lijewski sem ætlaði að fara til Löwen í sumar.

"Ég er stoltur stuðningsaðili Löwen og verð áfram. Samningur félagsins við Pandora, fyrirtæki mitt, rennur út árið 2012 en ég mun vera áfram hjá félaginu að minnsta kosti til 2015," sagði Nielsen við þýska fjölmiðla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×