Knútur: Eigum ekki fyrir farinu heim Sigurður Elvar Þórólfsson í Barueri skrifar 12. desember 2011 08:00 Knútur Hauksson fylgdist vel með stelpunum okkar í Brasilíu. Mynd/Pjetur „Ég er gríðarlega stoltur af þessu liði eins og öll þjóðin. Þetta eru æðislegar stelpur, miklir fagmenn, og náum flottum árangri á fyrsta heimsmeistaramótinu. Þær gefast aldrei upp og þetta er bara yndislegur hópur,“ sagði Knútur Hauksson, formaður Handknattleikssambands Íslands, í gær í Barueri. Knútur á dóttur í liðinu, Karen Knútsdóttur, og það verður seint sagt að formaðurinn hafi ekki lifað sig inn í leikina hér á HM í Brasilíu. „Það er mikið verk sem unnið hefur verið af starfsmönnum HSÍ í kringum þetta mót sem og önnur stórmót. Við erum með um 100 landsleiki á ári hjá öllum landsliðum og þetta er gaman þegar vel gengur,“ sagði formaðurinn en hann hefur líkt og aðrir stjórnarmenn unnið hörðum höndum að því að útvega fjármagn í rekstur HSÍ. „Þetta gengur allt saman upp að lokum en ég segi það á hverju stórmóti að staðreyndin er sú að við eigum ekki fyrir farinu heim. Þá tökum við bara „Íslendinginn á þetta“ og reynum að redda þessu. Staðan er alltaf sú sama hjá okkur, það erfiðasta við þetta allt saman er að við vitum aldrei hvaða fjárhagsstuðning við fáum áður en lagt er í svona stórmót.“ „Ég hef stundum gantast með það að það þyrfti að setja í gang söfnun, „stelpurnar heim“. Við erum ekki alltaf búnir að sjá fyrir endann á þessu þegar við leggjum af stað. Þannig er þetta hjá okkur og við gerum bara það sem þarf að gera til þess að redda hlutunum frá degi til dags. En á svona dögum þar sem góður árangur næst þá gleymir maður öllu því neikvæða sem fylgir þessum rekstri,“ sagði Knútur. Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Fleiri fréttir Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Hleraði leikhlé Norðmanna „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Sjá meira
„Ég er gríðarlega stoltur af þessu liði eins og öll þjóðin. Þetta eru æðislegar stelpur, miklir fagmenn, og náum flottum árangri á fyrsta heimsmeistaramótinu. Þær gefast aldrei upp og þetta er bara yndislegur hópur,“ sagði Knútur Hauksson, formaður Handknattleikssambands Íslands, í gær í Barueri. Knútur á dóttur í liðinu, Karen Knútsdóttur, og það verður seint sagt að formaðurinn hafi ekki lifað sig inn í leikina hér á HM í Brasilíu. „Það er mikið verk sem unnið hefur verið af starfsmönnum HSÍ í kringum þetta mót sem og önnur stórmót. Við erum með um 100 landsleiki á ári hjá öllum landsliðum og þetta er gaman þegar vel gengur,“ sagði formaðurinn en hann hefur líkt og aðrir stjórnarmenn unnið hörðum höndum að því að útvega fjármagn í rekstur HSÍ. „Þetta gengur allt saman upp að lokum en ég segi það á hverju stórmóti að staðreyndin er sú að við eigum ekki fyrir farinu heim. Þá tökum við bara „Íslendinginn á þetta“ og reynum að redda þessu. Staðan er alltaf sú sama hjá okkur, það erfiðasta við þetta allt saman er að við vitum aldrei hvaða fjárhagsstuðning við fáum áður en lagt er í svona stórmót.“ „Ég hef stundum gantast með það að það þyrfti að setja í gang söfnun, „stelpurnar heim“. Við erum ekki alltaf búnir að sjá fyrir endann á þessu þegar við leggjum af stað. Þannig er þetta hjá okkur og við gerum bara það sem þarf að gera til þess að redda hlutunum frá degi til dags. En á svona dögum þar sem góður árangur næst þá gleymir maður öllu því neikvæða sem fylgir þessum rekstri,“ sagði Knútur.
Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Fleiri fréttir Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Hleraði leikhlé Norðmanna „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Sjá meira