Erlent

Putin ákveður að niðurstöður kosninganna standi

Valdimir Putin forsætisráðherra Rússlands hefur ákveðið að niðurstöðum þingkosninganna í Rússlandi verði ekki breytt.

Þetta sagði talsmaður hans í morgun en fjölmenn mótmæli voru víða um helgina í Rússlandi vegna frétta um kosningasvik. Talsmaðurinn sagði jafnframt að hugsanleg málaferli vegna kosningasvika myndu engu breyta um heildarniðurstöðuna í kosningunum.

Dimitri Medvedev forseti Rússlands ákvað að fyrirskipa rannsókn á kosningasvikunum í gærdag vegna mótmælanna um helgina en þau voru hin fjölmennustu frá falli Sovétríkjanna fyrir tæpum 20 árum síðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×