Handbolti

HM kvenna 2011: Frakkar slógu út Svía | Snéru leiknum í lokin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/AFP
Frakkland tryggði sér sæti í átta liða úrslitunum á HM kvenna í handbolta í Brasilíu með því að vinna 26-23 sigur á Svíþjóð í 16 liða úrslitunum í dag. Svíar voru þremur mörkum yfir í hálfleik en misstu leikinn frá sér í lokin.

Svíar voru 15-12 yfir í hálfleik og með 21-18 forustu þegar aðeins fjórtán mínútur voru eftir af leiknum. Frönsku stelpurnar hrukku þá í gang, skoruðu sex mörk í röð, komust í 24-21 og lögðu grunninn að frábærum sigri. Svíar minnkuðu muninn aftur í eitt mark en Frakkar héldu út og tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum.

Frakkinn Allison Pineau var valin besti leikmaðurinn í leiknum en hún skoraði 5 mörk úr 9 skotum. Paule Baudouin var markahæst með sex mörk. Linnea Thorstenson og Isabelle Guullden skoruðu mest fyrir Svía eða fimm mörk hvor.

Frakkar mæta Heimsmeisturum Rússa í átta liða úrslitunum. Króatar tryggðu sér líka sæti í átta liða úrslitunum í dag með 28-27 sigri á Rúmeníu og mæta þær króatísku Noregi í átta liða úrslitunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×