Lýsi þeim sem sitja í myrkri Toshiki Toma skrifar 22. desember 2011 06:00 Um daginn samþykkti Alþingi frumvarp um að veita 24 einstaklingum ríkisborgararétt. Þá fékk hælisleitandi frá Íran, Mehdi Kavyanpoor, að verða Íslendingur. Mehdi hafði dvalið um sjö ár hérlendis en hann sótti um hæli á Íslandi árið 2005. Sem prestur innflytjenda og vinur hans fagna ég þessum úrslitum í máli Mehdi. En um leið langar mig að minna ykkur á að þetta er ekki niðurstaðan í máli allra þeirra sem hælis leita hér á landi. Það eru fleiri sem eru í samsvarandi limbó-stöðu og bíða lengi eftir því að komast inn í venjulegt samfélag eins og Mehdi hefur nú gert. Ungur maður sem ég þekki sótti um hæli á Íslandi fyrir tíu árum en hann hefur ekki fengið venjulegt dvalarleyfi en býr engu að síður á Íslandi. Máli hans var synjað, samt getur innanríkisráðuneytið ekki sent hann til heimalandsins vegna sérstakrar ástæðu. Hann býr því á Íslandi með síendurnýjað takmarkað dvalarleyfi en hefur aldrei orðið almennur þegn þjóðfélagsins. Niðurstaðan í máli Mehdi er góð. En ein ástæða þess var sú að hann fékk mikla umfjöllun í fjölmiðlunum, þar sem athafnir hans vöktu athygli eins og hungurverkfall og mótmæli á skrifstofu Rauða krossins, enda margir í samfélaginu sem sýndu Mehdi stöðu. Áðurnefndur maður spurði mig: „Verð ég líka að kveikja í mér til að mál mitt fái einhvern framgang?“ Hann óttist að hann „gleymist“. En mótmæli eins og að reyna sjálfsvíg eða skaða sig alvarlega á ekki að vera skilyrði, að sjálfsögðu, til þess að fá hælisumsókn án tafar. Mál Mehdi fékk góða niðurstöðu með samþykkt Alþingis, en ekki með ákvörðun Útlendingastofnunar eða innanríkisráðuneytisins en í þeim farvegi átti mál Mehdi að vera. Ég tel þá staðreynd vera gagnrýni löggjafarvalds þjóðarinnar á störf framkvæmdarvaldsins, þ.ám dómsmálayfirvalda, sem skorti vilja til þess að leita réttlætis fyrir hælisumsækjanda sem fyrir vikið þurfti að bíða milli vonar og ótta árum saman. Ég óska eftir því að framkvæmdayfirvaldið sýni það hugrekki að endurskoða vinnubrögðin hjá sér og bæta þau, svo að ljós mannúðar og mannréttinda lýsi öllum hælisleitendum sem sitja í myrkri hérlendis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Um daginn samþykkti Alþingi frumvarp um að veita 24 einstaklingum ríkisborgararétt. Þá fékk hælisleitandi frá Íran, Mehdi Kavyanpoor, að verða Íslendingur. Mehdi hafði dvalið um sjö ár hérlendis en hann sótti um hæli á Íslandi árið 2005. Sem prestur innflytjenda og vinur hans fagna ég þessum úrslitum í máli Mehdi. En um leið langar mig að minna ykkur á að þetta er ekki niðurstaðan í máli allra þeirra sem hælis leita hér á landi. Það eru fleiri sem eru í samsvarandi limbó-stöðu og bíða lengi eftir því að komast inn í venjulegt samfélag eins og Mehdi hefur nú gert. Ungur maður sem ég þekki sótti um hæli á Íslandi fyrir tíu árum en hann hefur ekki fengið venjulegt dvalarleyfi en býr engu að síður á Íslandi. Máli hans var synjað, samt getur innanríkisráðuneytið ekki sent hann til heimalandsins vegna sérstakrar ástæðu. Hann býr því á Íslandi með síendurnýjað takmarkað dvalarleyfi en hefur aldrei orðið almennur þegn þjóðfélagsins. Niðurstaðan í máli Mehdi er góð. En ein ástæða þess var sú að hann fékk mikla umfjöllun í fjölmiðlunum, þar sem athafnir hans vöktu athygli eins og hungurverkfall og mótmæli á skrifstofu Rauða krossins, enda margir í samfélaginu sem sýndu Mehdi stöðu. Áðurnefndur maður spurði mig: „Verð ég líka að kveikja í mér til að mál mitt fái einhvern framgang?“ Hann óttist að hann „gleymist“. En mótmæli eins og að reyna sjálfsvíg eða skaða sig alvarlega á ekki að vera skilyrði, að sjálfsögðu, til þess að fá hælisumsókn án tafar. Mál Mehdi fékk góða niðurstöðu með samþykkt Alþingis, en ekki með ákvörðun Útlendingastofnunar eða innanríkisráðuneytisins en í þeim farvegi átti mál Mehdi að vera. Ég tel þá staðreynd vera gagnrýni löggjafarvalds þjóðarinnar á störf framkvæmdarvaldsins, þ.ám dómsmálayfirvalda, sem skorti vilja til þess að leita réttlætis fyrir hælisumsækjanda sem fyrir vikið þurfti að bíða milli vonar og ótta árum saman. Ég óska eftir því að framkvæmdayfirvaldið sýni það hugrekki að endurskoða vinnubrögðin hjá sér og bæta þau, svo að ljós mannúðar og mannréttinda lýsi öllum hælisleitendum sem sitja í myrkri hérlendis.
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun