Myrhol: Hef afgreitt krabbann úr mínu lífi 22. desember 2011 08:30 Myrhol er mættur aftur á línuna hjá Guðmundi og félögum í Rhein-Neckar Löwen. Nordic Photos / Getty Norðmaðurinn Bjarte Myrhol greindist með krabbamein í eistum fyrir aðeins fimm mánuðum. Engu að síður er hann byrjaður að spila handbolta í þýsku úrvalsdeildinni og hefur sagt skilið við veikindin. „Ég er búinn með þennan hluta lífsins. Ég lærði mikið af þessu en þetta er hluti af fortíðinni. Ég lít til framtíðarinnar," sagði hann í samtali við þýska fjölmiðla. Myrhol er einn allra besti línumaður heimsins og spilar undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar hjá Rhein-Neckar Löwen. Þar er hann í samkeppni við Róbert Gunnarsson um stöðu í byrjunarliðinu. Endurheimti handboltalífið„Ég hef endurheimt mitt venjulega handboltalíf," bætti hann við. Hann greindist með meinið í ágúst á þessu ári, en hann er 29 ára gamall. Hann gekkst undir aðgerð og fór í lyfjameðferð. Hann spilaði sinn fyrsta leik eftir veikindin hinn 22. október síðastliðinn og er hægt og rólega að ná upp fyrri styrk. Reyndar var ekki áætlað að hann myndi spila á ný fyrr en í janúar næstkomandi en í október síðastliðnum bankaði hann upp á hjá Thorsten Storm, framkvæmdastjóra félagsins, og bað um að fá að vera með á ný. Storm var gáttaður en sagði síðar við þýska fjölmiðla: „Bjarte er gríðarmikill keppnismaður og afar sérstök manneskja." Mikið áfall fyrir hann og liðiðGuðmundur Guðmundsson, þjálfari Löwen, segist seint gleyma því er hann komst að veikindum Norðmannsins. „Það var mikið áfall fyrir allt liðið er það fékk tíðindin af veikindum Bjarte. Mesta áfallið þó að sjálfsögðu fyrir hann sjálfan," segir Guðmundur, en Myrhol sneri aftur í herbúðir liðsins eftir stífa lyfjameðferð. „Ég mun seint gleyma því þegar hann kom aftur. Þá vorum við að hlaupa úti og það var áfall að sjá breytingarnar á honum. Líkaminn hafði látið mikið á sjá eftir meðferðina. Þessi hrausti maður var orðinn mjög veiklulegur. Þetta tók greinilega sinn toll á honum." Bati Myrhol hefur verið vonum framar og hann er að spila mun meir en búist var við á þessum tíma. Batinn með ólíkindum„Hann er auðvitað ekki orðinn alveg góður og getur því ekki spilað bæði vörn og sókn. Hann spilar nær eingöngu sókn núna og hefur staðið sig frábærlega. Hann er samt ekki orðinn jafn öflugur og hann var. Batinn er samt með ólíkindum og í fyrstu þrem leikjunum eftir að hann sneri til baka var hann með 23 mörk í 25 skotum. Það er ótrúlegur árangur." Myrhol segist þó þurfa 6-9 mánuði til að koma sér í jafn gott stand og hann var í áður en hann veiktist. „Ég er nokkuð kröftugur en skortir aðallega úthald," sagði hann. Gengi Rhein-Neckar Löwen hefur þó ekki verið frábært að undanförnu. „Við höfum ekki náð þeim árangri sem við óskuðum okkur. En ég er sannfærður um að við náum okkur á strik á nýjan leik. Við viljum og ætlum okkur að gera það," sagði Myrhol. Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira
Norðmaðurinn Bjarte Myrhol greindist með krabbamein í eistum fyrir aðeins fimm mánuðum. Engu að síður er hann byrjaður að spila handbolta í þýsku úrvalsdeildinni og hefur sagt skilið við veikindin. „Ég er búinn með þennan hluta lífsins. Ég lærði mikið af þessu en þetta er hluti af fortíðinni. Ég lít til framtíðarinnar," sagði hann í samtali við þýska fjölmiðla. Myrhol er einn allra besti línumaður heimsins og spilar undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar hjá Rhein-Neckar Löwen. Þar er hann í samkeppni við Róbert Gunnarsson um stöðu í byrjunarliðinu. Endurheimti handboltalífið„Ég hef endurheimt mitt venjulega handboltalíf," bætti hann við. Hann greindist með meinið í ágúst á þessu ári, en hann er 29 ára gamall. Hann gekkst undir aðgerð og fór í lyfjameðferð. Hann spilaði sinn fyrsta leik eftir veikindin hinn 22. október síðastliðinn og er hægt og rólega að ná upp fyrri styrk. Reyndar var ekki áætlað að hann myndi spila á ný fyrr en í janúar næstkomandi en í október síðastliðnum bankaði hann upp á hjá Thorsten Storm, framkvæmdastjóra félagsins, og bað um að fá að vera með á ný. Storm var gáttaður en sagði síðar við þýska fjölmiðla: „Bjarte er gríðarmikill keppnismaður og afar sérstök manneskja." Mikið áfall fyrir hann og liðiðGuðmundur Guðmundsson, þjálfari Löwen, segist seint gleyma því er hann komst að veikindum Norðmannsins. „Það var mikið áfall fyrir allt liðið er það fékk tíðindin af veikindum Bjarte. Mesta áfallið þó að sjálfsögðu fyrir hann sjálfan," segir Guðmundur, en Myrhol sneri aftur í herbúðir liðsins eftir stífa lyfjameðferð. „Ég mun seint gleyma því þegar hann kom aftur. Þá vorum við að hlaupa úti og það var áfall að sjá breytingarnar á honum. Líkaminn hafði látið mikið á sjá eftir meðferðina. Þessi hrausti maður var orðinn mjög veiklulegur. Þetta tók greinilega sinn toll á honum." Bati Myrhol hefur verið vonum framar og hann er að spila mun meir en búist var við á þessum tíma. Batinn með ólíkindum„Hann er auðvitað ekki orðinn alveg góður og getur því ekki spilað bæði vörn og sókn. Hann spilar nær eingöngu sókn núna og hefur staðið sig frábærlega. Hann er samt ekki orðinn jafn öflugur og hann var. Batinn er samt með ólíkindum og í fyrstu þrem leikjunum eftir að hann sneri til baka var hann með 23 mörk í 25 skotum. Það er ótrúlegur árangur." Myrhol segist þó þurfa 6-9 mánuði til að koma sér í jafn gott stand og hann var í áður en hann veiktist. „Ég er nokkuð kröftugur en skortir aðallega úthald," sagði hann. Gengi Rhein-Neckar Löwen hefur þó ekki verið frábært að undanförnu. „Við höfum ekki náð þeim árangri sem við óskuðum okkur. En ég er sannfærður um að við náum okkur á strik á nýjan leik. Við viljum og ætlum okkur að gera það," sagði Myrhol.
Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira