Erlent

Google Maps vísar leiðina til Mordor

Sean Bean í hlutverki Boromirs.
Sean Bean í hlutverki Boromirs. mynd/New Line Cinema
Tolkien aðdáendur sem þrá að komast frá Héraðinu til Mordor er velkomið að biðja um leiðbeiningar í Google Maps. Forritið hefur þó áríðandi skilaboð til þeirra sem höfðu hugsað sér að rölta þangað.

Leiðbeiningarnar eru af skornum skammti en þó má finna fleygar línur Boromirs í leitarniðurstöðunum: "Use caution - One does not simply walk into Mordor".

Vefsíður tölvufyrirtækisins Google hafa margar að geyma áhugaverða leitarniðurstöður og oftar en ekki hafa niðurstöðurnar að gera með líðandi málefni. Sé slegið inn "Let it snow" í leitarvélina birtast niðurstöðurnar alsettar hrími og snjókorn falla úr leitarstrengnum.

Varnaðarorð Boromirs eru hugsanlega með vísunum í nýtt sýnishorn úr kvikmyndinni The Hobbit sem var opinberað í gær.


Tengdar fréttir

Fyrsta sýnishornið úr The Hobbit opinberað

Tolkien aðdáendur víða um fagna því fyrsta sýnishorn úr kvikmyndinni The Hobbit hefur verið opinberað. Kvikmyndinni er beðið með mikilli eftirvæntingu enda naut Hringadrottinssaga gríðarlega vinsælda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×