Björgunarpakkinn sem leiðtogar evruríkjanna eru nú með í smíðum til að koma í veg fyrir efnahagshrun á evrusvæðinu er ekki varanleg lausn. Þetta sagði Mervyn King, seðlabankastjóri Bretlands, á fundi með þingnefnd breska þingsins í morgun. King sagði að enn þyrfti að leysa undirliggjandi vanda evruríkjanna.
Björgunaraðgerðir evruríkjanna fela meðal annars í sér að neyðarsjóður sambandsins verði stækkaður upp í tæplega þúsund milljarða sterlingspunda, bankar afskrifi stóran hluta af skuldum Grikklands og verulegri innspýtingu inn í evrópska banka.
