Innlent

Fékk sér sundsprett við Ljósafossvirkjun

Ljósafossvirkjun
Ljósafossvirkjun
Um klukkan hálf sjö á sunnudagsmorgun barst lögreglu tilkynning um tvo menn sem voru að príla utan í Ljósafossvirkjun við Úlfljótsvatn.

Starfsmaður virkjunarinnar fór að kanna málið og þá var annar mannanna á sundi í vatninu rétt við inntaksmannvirki virkjunarinnar. Maðurinn, sem er tvítugur að aldri, var ölvaður og hafði hlaupið eftir flotgirðingu sem er á vatninu framan við inntakið. Ekki tókst betur til en að hann missti jafnvægið og féll í vatnið.

Mennirnir gáfu þá skýringu að þeir hefðu verið þarna í rugli og ekki gert sér grein fyrir hættunni.

Manninum varð ekki meint af volkinu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×