Lífeyrissjóðir afar spenntir en Steingrímur vill ekki selja Þorbjörn Þórðarson skrifar 20. desember 2011 18:31 Rúmlega eitt hundrað milljarðar króna gætu fengist fyrir þriðjungshlut í Landsvirkjun og lífeyrissjóðirnir eru spenntir fyrir því að fjárfesta í fyrirtækinu. Fjármálaráðherra segir það hins vegar ekki á dagskrá ríkisstjórnarinnar. Landsvirkjun hefur verið verðlögð á þrjú hundruð milljarða króna. Það þýðir að um eitt hundrað milljarðar króna gætu fengist fyrir um þriðjungshlut í fyrirtækinu. Það þarf ekkert að fjölyrða um hversu mikil búbót það yrði fyrir ríkissjóð og lífeyrissjóðirnir eru spenntir að kaupa. Stöð 2 hefur heimildir fyrir því að minnsta kosti tveir stórir lífeyrissjóðir séu spenntir fyrir Landsvirkjun og myndu alvarlega íhuga slíkan kost væri hann yfirleitt í boði. Efnahags- og viðskiptaráðherra vill skoða möguleikann á þessu. „Ef að þriðjungshlutur í fyrirtækinu yrði seldur á þann veg að hlutafé þess yrði aukið þá yrði eiginfjárstaða fyrirtækisins svo góð að lánshæfismat fyrirtækisins yrði sterkara en lánshæfismat ríkisins og fyrirtækið þyrfti ekki á ríkisábyrgð að halda. Ég held að við eigum að hugsa þetta og ég held að það sé umhugsunarefni hvort við ættum að selja þriðjungshlut í fyrirtækinu til lífeyrissjóðanna, til dæmis," sagði efnahags- og viðskiptaráðherra í nýjasta þættinum af Klinkinu. Fjármálaráðuneytið heldur á hlutabréfi ríkisins í Landsvirkjun. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra segir þetta ekki á dagskrá. „Nei, það var ákveðið og afgreitt hér í þessari ríkisstjórn í tengslum við mikla umfjöllun um orkumál fyrir ári síðan eða meira að við myndum ekki hrófla við opinberu eignarhaldi á stóru orkufyrirtækjunum, þannig að það er ekki á dagskrá þessarar ríkisstjórnar," segir Steingrímur. „Þannig að það kemur ekki til greina af þinni hálfu að selja? „Nei, það hefur engin einkavæðing eða sala á eignarhlutum í stóru orkufyrirtækjunum verið svo mikið sem rædd og þvert á móti hið gagnstæða." thorbjorn@stod2.is Klinkið Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sjá meira
Rúmlega eitt hundrað milljarðar króna gætu fengist fyrir þriðjungshlut í Landsvirkjun og lífeyrissjóðirnir eru spenntir fyrir því að fjárfesta í fyrirtækinu. Fjármálaráðherra segir það hins vegar ekki á dagskrá ríkisstjórnarinnar. Landsvirkjun hefur verið verðlögð á þrjú hundruð milljarða króna. Það þýðir að um eitt hundrað milljarðar króna gætu fengist fyrir um þriðjungshlut í fyrirtækinu. Það þarf ekkert að fjölyrða um hversu mikil búbót það yrði fyrir ríkissjóð og lífeyrissjóðirnir eru spenntir að kaupa. Stöð 2 hefur heimildir fyrir því að minnsta kosti tveir stórir lífeyrissjóðir séu spenntir fyrir Landsvirkjun og myndu alvarlega íhuga slíkan kost væri hann yfirleitt í boði. Efnahags- og viðskiptaráðherra vill skoða möguleikann á þessu. „Ef að þriðjungshlutur í fyrirtækinu yrði seldur á þann veg að hlutafé þess yrði aukið þá yrði eiginfjárstaða fyrirtækisins svo góð að lánshæfismat fyrirtækisins yrði sterkara en lánshæfismat ríkisins og fyrirtækið þyrfti ekki á ríkisábyrgð að halda. Ég held að við eigum að hugsa þetta og ég held að það sé umhugsunarefni hvort við ættum að selja þriðjungshlut í fyrirtækinu til lífeyrissjóðanna, til dæmis," sagði efnahags- og viðskiptaráðherra í nýjasta þættinum af Klinkinu. Fjármálaráðuneytið heldur á hlutabréfi ríkisins í Landsvirkjun. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra segir þetta ekki á dagskrá. „Nei, það var ákveðið og afgreitt hér í þessari ríkisstjórn í tengslum við mikla umfjöllun um orkumál fyrir ári síðan eða meira að við myndum ekki hrófla við opinberu eignarhaldi á stóru orkufyrirtækjunum, þannig að það er ekki á dagskrá þessarar ríkisstjórnar," segir Steingrímur. „Þannig að það kemur ekki til greina af þinni hálfu að selja? „Nei, það hefur engin einkavæðing eða sala á eignarhlutum í stóru orkufyrirtækjunum verið svo mikið sem rædd og þvert á móti hið gagnstæða." thorbjorn@stod2.is
Klinkið Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sjá meira