Líklegt að Bretar annist málsvörn fyrir Ísland Þorbjörn Þórðarson skrifar 21. desember 2011 12:09 Smíðaður hefur verið listi í utanríkisráðuneytinu yfir þær lögmannsstofur sem búa yfir sérfræðiþekkingu í málflutningi fyrir ríki fyrir EFTA-dómstólnum. Að öllum líkindum verður ráðin bresk lögmannsstofa og lögmannskostnaður gæti hlaupið á tugum milljóna króna. Kristján Andri Stefánsson frá utanríkisráðuneyt, Þóra Hjaltested frá efnahags- og viðskiptaráðuneyti og Jóhannes Karl Sveinsson, hæstaréttarlögmaður, skipa sérstakan ráðgjafarhóp íslenskra stjórnvalda vegna málshöfðunar ESA á hendur íslenska ríkinu fyrir EFTA-dómstólnum, en þau funduðu strax í gær vegna stefnunnar í málinu, sem birt var í gær. Innan tveggja mánaða þarf íslenska ríkið að skila greinargerð fyrir dómstólnum vegna stefnunnar. Málsmeðferðartími í sambærilegum málum er 6-9 mánuðir, miðað við meðaltal mála sem finna má á vef dómstólsins. Að sögn Jóhannes Karls Sveinssonar er nokkur málaþungi hjá EFTA-dómstólnum að þessu sinni og því gæti þessi tími orðið eitthvað lengri. Þá geta önnur ríki stefnt sér inni í málið og skilað greinargerðum og því megi reikna með lengri málsmeðferð. Í stefnu ESA er vitnað sérstaklega til mismununar skv. 4. gr. EES-samningsins. Óvíst er hvaða réttaráhrif það hefur verði niðurstaða dómsins að íslenska ríkið hafi brotið gegn þessari grein samningsins, en ef eitthvað, er það verri niðurstaða en ef málið myndi eingöngu snúast um lágmarkstrygginguna, samkvæmt tilskipun 94/19 um innistæðutryggingar, enda væri mögulega hægt að byggja víðtækari kröfur á mismunun Íslands eftir þjóðerni en lágmarkstryggingu þar sem fjárhæðin er niðurnjörvuð, 20.887 evrur á hvern sparifjáreiganda. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu flýta menn sér hægt, enda þarf að vanda til verksins. Á næstunni verður ráðin erlend lögmannsstofa til að annast málflutning fyrir íslenska ríkið í málinu, en þá verður einkum horft til reynslu viðkomandi lögmanna af málflutningi fyrir EFTA-dómstólnum. Eftir því sem fréttastofa kemst næst er einkum horft til Lundúna í þessum efnum, en þó er ekki útilokað að ráðin verði stofa frá öðru ríki. Um leið og gengið verður frá ráðningunni verður tilkynnt um hana. Miðað við gríðarlegt umfang málsins má reikna með að lögmannskostnaður íslenska ríkisins muni hlaupa á tugum milljóna króna, að minnsta kosti. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira
Smíðaður hefur verið listi í utanríkisráðuneytinu yfir þær lögmannsstofur sem búa yfir sérfræðiþekkingu í málflutningi fyrir ríki fyrir EFTA-dómstólnum. Að öllum líkindum verður ráðin bresk lögmannsstofa og lögmannskostnaður gæti hlaupið á tugum milljóna króna. Kristján Andri Stefánsson frá utanríkisráðuneyt, Þóra Hjaltested frá efnahags- og viðskiptaráðuneyti og Jóhannes Karl Sveinsson, hæstaréttarlögmaður, skipa sérstakan ráðgjafarhóp íslenskra stjórnvalda vegna málshöfðunar ESA á hendur íslenska ríkinu fyrir EFTA-dómstólnum, en þau funduðu strax í gær vegna stefnunnar í málinu, sem birt var í gær. Innan tveggja mánaða þarf íslenska ríkið að skila greinargerð fyrir dómstólnum vegna stefnunnar. Málsmeðferðartími í sambærilegum málum er 6-9 mánuðir, miðað við meðaltal mála sem finna má á vef dómstólsins. Að sögn Jóhannes Karls Sveinssonar er nokkur málaþungi hjá EFTA-dómstólnum að þessu sinni og því gæti þessi tími orðið eitthvað lengri. Þá geta önnur ríki stefnt sér inni í málið og skilað greinargerðum og því megi reikna með lengri málsmeðferð. Í stefnu ESA er vitnað sérstaklega til mismununar skv. 4. gr. EES-samningsins. Óvíst er hvaða réttaráhrif það hefur verði niðurstaða dómsins að íslenska ríkið hafi brotið gegn þessari grein samningsins, en ef eitthvað, er það verri niðurstaða en ef málið myndi eingöngu snúast um lágmarkstrygginguna, samkvæmt tilskipun 94/19 um innistæðutryggingar, enda væri mögulega hægt að byggja víðtækari kröfur á mismunun Íslands eftir þjóðerni en lágmarkstryggingu þar sem fjárhæðin er niðurnjörvuð, 20.887 evrur á hvern sparifjáreiganda. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu flýta menn sér hægt, enda þarf að vanda til verksins. Á næstunni verður ráðin erlend lögmannsstofa til að annast málflutning fyrir íslenska ríkið í málinu, en þá verður einkum horft til reynslu viðkomandi lögmanna af málflutningi fyrir EFTA-dómstólnum. Eftir því sem fréttastofa kemst næst er einkum horft til Lundúna í þessum efnum, en þó er ekki útilokað að ráðin verði stofa frá öðru ríki. Um leið og gengið verður frá ráðningunni verður tilkynnt um hana. Miðað við gríðarlegt umfang málsins má reikna með að lögmannskostnaður íslenska ríkisins muni hlaupa á tugum milljóna króna, að minnsta kosti. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira