Handbolti

Magdeburg steinlá fyrir meisturunum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Björgvin Páll Gústavsson
Björgvin Páll Gústavsson Nordic Photos / Getty Images
Hamburg vann í kvöld öruggan sigur á Magdeburg, 32-23, í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Frábær síðari hálfleikur meistaranna réði úrslitum.

Björgvin Páll Gústavsson lék fyrri stundarfjórðunginn í seinni hálfleik en á þeim tíma skoruðu leikmenn Hamburg þrettán mörk gegn aðeins fjórum frá leikmönnum Magdeburg.

Hinn íslenskættaði Hans Lindberg fór á kostum í leiknum og skoraði tólf mörk fyrir Hamburg. Hjá Magdeburg var Bartosz Jurecki markahæstur með sex mörk.

Hamburg er í þriðja sæti deildarinnar með 26 stig, þremur á eftir Füchse Berlin og átta á eftir toppliði Kiel.

Magdeburg er svo í sjötta sætinu með 20 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×