Handbolti

Arnór með tólf mörk fyrir Bittenfeld

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Arnór Gunnarsson.
Arnór Gunnarsson. Mynd/Valli
Arnór Gunnarsson var í aðalhlutverki þegar að lið hans, Bittenfeld, vann nauman útisigur á Leipzig, 32-31, í þýsku B-deildinni í handbolta í kvöld.

Arnór skoraði alls tólf mörk í leiknum, þar af sjö af vítalínunni. Árni Þór Sigtryggsson skoraði eitt mark fyrir Bittenfeld.

Fannar Friðgeirsson skoraði fjögur mörk fyrir Emsdetten sem tapaði fyrir Eisenach, 25-22. Aðalsteinn Eyjólfsson er þjálfari Eisenach.

Þá skoraði Ernir Hrafn Arnarson þrjú mörk fyrir Düsseldorf sem tapaði fyrir Korschenbroich, 30-28.

Björgvin Hólmgeirsson fór mikinn í liði DHC Rheinland og skoraði sjö mörk þegar að liðið tapaði fyrir Bad Schwartau, 26-22.

Emsdetten er í sjötta sæti deildarinnar með 20 stig, Bittenfeld í því gtíunda með sautján, Eisenach í þrettánda með fimmtán, Rheinland í fjórtánda með tólf en Düsseldorf er í neðsta sætinu með ellefu stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×