Erlent

Gorbachev skammast sín fyrir Putin

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Mikhail Gorbachev gagnrýnir Putin harðlega.
Mikhail Gorbachev gagnrýnir Putin harðlega. mynd/ afp.
Mikhail Gorbachev, fyrrverandi leiðtogi Sovétríkjanna, segist skammast sín fyrir Vladimir Putin, forsætisráðherra Rússlands, vegna viðbragða þess síðarnefnda við mótmælendum sem krefjast úrbóta hjá rússneskum stjórnvöldum.

Gorbachev segist finna ákveðin tengsl við Pútin vegna þess að hann hafi stutt hann fyrst þegar að hann var kjörinn í embætti, bæði innanlands sem utan. En það væri skelfilegt að sjá til þess hvernig hann væri farinn að hegða sér.

Daily Telegraph segir að Gorbachev hafi gagnrýnt rússnesk stjórnvöld í sífellt meira mæli að undanförnu en allt þar til nú hafi hann forðast að gagnrýna forsætisráðherrann persónulega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×