Erlent

Drottningin heimsótti eiginmann sinn á spítala

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Elísabet II, drottning Breta, heimsótti eiginmann sinn á spítalann ásamt nokkrum af börnum þeirra.
Elísabet II, drottning Breta, heimsótti eiginmann sinn á spítalann ásamt nokkrum af börnum þeirra. mynd/ afp.
Elísabet II Bretadrottning heimsótti í dag Fillipus, eiginmann sinn, á spítala þar sem hann dvelur vegna kransæðastíflu. Filipus er orðinn 90 ára gamall. Hann gekkst undir hjartaþræðingu. Í tilkynningu frá konungshöllinni segir að líðan Filipusar sé góð en grannt sé fylgst með honum á Papworth spítalanum. Þegar drottningin heimsótti Filipus í morgun var hún í fylgd barna sinna Edward, Andrew og Anne.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×