Erlent

Hneykslaður á markaðsvæðingu jólanna

JHH skrifar
Benedikt XVI páfi hneykslaðist á markaðsvæðingu jólanna í jólamessu í Péturskirkjunni í Róm í gærkvöld. Hann hvatti fólk til þess að horfa framhjá "yfirborðskenndu glysi jólahátíðarinnar og finna barnið sem lagt var í jötu í Betlehem." Í predikun sinni harmaði páfinn líka ofbeldið í heiminum og bað fyrir þeim sem búa við fátækt.

Þótt jólaverslunin hafi víða verið með myndarlegum móti eru margir sem hafa lagt upp í pílagrímsferð til Betlehem yfir jólahátíðina. Um 120 þúsund ferðamenn voru í borginni í gær. Það er um 30% fleiri en í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×