Erlent

Obama-hjónin óskuðu landsmönnum gleðilegra jóla

Kristnir menn um allan heim fögnuðu jólunum í dag hver með sínum hætti. Jóhanna Margrét Gísladóttir segir okkur nú meðal annars frá fólki í jólaskapi á sundskýlu í Ástralíu og Þýskalandi, jólahaldi hermanna í Afganistan og jólaávarpi forseta Bandaríkjanna.

Grikkir sem gengið hafa í gegnum mikla efnhagsþrengingar undanfarið ár héldu jólin hátíðleg í dag og blés erkibiskupinn von í Grikki og sagði þá ekki þá einu sem gengu í gegnum erfiðleika á árinu.

Þessir spræku þjóðverjar létu ekki kuldann á sig fá og skelltu sér í árlegt jólasund í Oranke stöðuvatnið í Berlín.

Í Betlehem létu þúsundir manna ekki rigningu á sig fá og fjölmenntu í fæðingarkirkjuna til að minnast fæðingar frelsarans.

Ferðamenn í Ástralíu fjölmenntu hins vegar á ströndina í Sydney með jólasveinahúfur og annað jólaskraut yfir baðfötin. (syngja jólalag)

Bandarískir hermenn í Afganistan héldu upp á jólin í herstöðvum Nató í Kabúl í dag með sérstökum jólahádegismat með jólaköku í eftirrétt.

Og forseti Bandaríkjanna Barack Obama og kona hans Michelle sendu jólakveðju til þjóðarinnar í gær.

„Í tilefni þess að þið komið saman með fjölskyldum og vinum um helgina, viljum við Michelle, Malia, Sasha, og auðvitað hundurinn okkar Bo, senda ykkur öllum bestu jóla- og hátíðarkveðjur," sagði Barack Obama í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×