Erlent

Óreglulegur vinnutími feðra eykur líkur á offitu barna

Óreglulegur vinnutími feðra getur aukið líkur á að börn þeirra þjáist af offitu. Þetta er niðurstaða nýrrar ástralskar rannsóknar.

Chicago Tribune greinir frá því að ekki fundust sams konar tengsl ef móðir vann vaktavinnu. Rannsakendur telja að vaktavinna feðra hafi streituvaldandi áhrif á fjölskylduna þar sem móðirin þarf þá að skipuleggja daginn, til að mynda máltíðir, í kring um vinnu feðranna.

Lítil tengsl fundust síðan milli þess óreglulegs vinnutíma beggja foreldra, og offitu barnanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×