Erlent

Á annað hundrað þúsund heimili rafmagnslaus í Svíþjóð

Hödd Vilhjálmsdóttir skrifar
Ofsaveður gengur nú yfir Svíþjóð, en fárviðrið Dagmar, sem leikið hefur norðurlandabúa grátt yfir jólin, er þess meðal annars valdandi að á annað hundrað þúsund heimili eru ragmagnslaus í landinu.

Óveðrið gekk yfir Noreg í nótt og þykir mesta mildi að ekkert manntjón varð, en tímanlega var varað við veðrinu svo að fólk hafði gert ráðstafanir til að takmarka tjón af völdum veðursins. Abrahallen, íþróttahús Rosenborg liðsins í Þrándheimi, hrundi til grunna í óveðrinu og fauk allt sem fokið gat og lokuðu tré meðal annars vegum.

Á annað hundruð heimili hafa verið rafmagnslaus vegna veðurofsans í Svíþjóð í morgun en viðgerðateymi hafa verið send út svo þeim heimilum hefur tekið að fjölga sem hafa getað tendrað ljós á jólatrjám sínum aftur. Á sænska fréttavefnum SVT kemur fram að lögreglan lýsir ástandinu þannig að mikil ringulreið ríki á þjóðvegum landsins vegna verðursins, en margir vegir eru lokaðir vegna fallinna trjáa.

Vegagerðin hvetur fólk til að halda sig heima við, en mikil hætta getur stafað af því að vera á ferli. Þegar veðrið hefur látið hvað verst hefur vindur farið yfir fjörutíu metra á sekúndu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×