Erlent

Skaut lögreglumann til bana í Virginia Tech

Ross Truett Ashley
Ross Truett Ashley mynd/AP
Einn lögreglumaður féll í skotárás í Virginia Tech háskólanum í Virginíu í Bandaríkjunum á fimmtudaginn síðastliðinn. Vígamaðurinn svipti sig lífi stuttu seinna.

Aðstandendur hins 22 ára gamla Ross Truett Ashley hafa gefið út yfirlýsingu þar sem þau votta fjölskyldu lögreglumannsins samúð sína. Þau biðla einnig til fjölmiðla um að virða friðhelgi þeirra.

Talið er að Ashley hafi skotið á bíl lögreglumannsins eftir að hafa verið stöðvaður fyrir umferðalagabrot. Lík Ashleys fannst síðan á nálægu bílastæðu nokkru seinna.

Ekkert er vitað um tilefni árásarinnar.

Rúm fimm ár er síðan Seung Hui Cho hóf skotárás á nemendur og starfsmenn Virgina Tech. Hann myrti 33 einstaklinga í einu mannskæðasta fjöldamorði síðustu ára í Bandaríkjunum.


Tengdar fréttir

Skotárás í Virgina Tech

Tveir liggja í valnum eftir að óþekktur vígamaður hóf skotárás í Virgina Tech háskólanum í Virginíu nú fyrir stuttu. Rúm fimm ár eru liðin síðan Seung Hui Cho hóf skotárás á nemendur og starfsmenn skólans. Hann myrti 33 einstaklinga í einu mannskæðasta fjöldamorði síðustu ára í Bandaríkjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×