ESA: Íslendingar verða að tryggja greiðslur að fullu Jón Hákon Halldórsson skrifar 14. desember 2011 10:00 ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, segir að þrátt fyrir að þrjú ár séu liðin frá því að Icesave reikningunum hafi verið lokað sé Ísland enn ekki búið að tryggja greiðslu lágmarkstryggingar upp að 20 þúsund evrum, samkvæmt tilskipun Evrópusambandsins. Tilskipunin leitist við að auka traust neytenda/innstæðueigenda á bankakerfinu ef bankastofnanir verði gjaldþrota. Bankakerfið byggi á trausti og tiltrú neytenda og tilskipunin hafi mikilvægu hlutverki að gegna í því sambandi. „ESA heldur við fyrri afstöðu sína. Ísland verður að uppfylla þær skyldur sem það hefur undirgengist með aðild að EES-samningnum. Því ber að tryggja greiðslur til allra innstæðueigenda, án mismununar, samkvæmt þeim skilyrðum sem mælt er fyrir um í tilskipuninni um innstæðutryggingar", ítrekar Oda Helen Sletnes, forseti Eftirlitsstofnunar EFTA á vefsíðu stofnunarinnar. Á vef ESA kemur fram að samkvæmt upplysingum frá íslenskum stjórnvöldum verði umræddar kröfur ekki greiddar að fullu fyrr en í lok ársins 2013. „Einn megintilgangur tilskipunarinnar er að forðast að innstæðueigendur þurfi að sæta því að leita réttar síns við þrotabúskipti. Rúm þrjú ár eru liðin frá því að innstæðueigendur glötuðu aðgangi að reikningum sínum og kröfur hafa ekki enn verið greiddar að fullu. Þetta undirstrikar mikilvægi þess að fara að ákvæðum tilskipunarinnar um innstæðutryggingar" segir forseti Eftirlitsstofnunar EFTA. ESA segir að málið verði nú lagt fyrir EFTA dómstólinn þar sem Ísland fær fullt tækifæri til að færa fram sín rök í málinu. Ef EFTA dómstóllinn kemst að þeirri niðurstöðu að Ísland hafi gerst brotlegt við EES-samninginn, þurfi sland að gera nauðsynlegar ráðstafanir til að fara að niðurstöðu dómsins eins fljótt og auðið sé. Utanríkismálanefnd Alþingis fundar nú um ákvörðun ESA á fundi sem hófst klukkan tíu. Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, er mættur til fundarins en hann vildi ekkert tjá sig um hann fyrr en að fundinum loknum. Tengdar fréttir ESA stefnir Íslandi ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, hefur ákveð að stefna Íslandi vegna Icesave deilunnar. Fundur í utanríkismálanefnd hefur verið boðaður klukkan tíu, en hann var boðaður með þriggja kortera fyrirvara. Við segjum nánar frá málinu í dag. Eins og kunnugt er ákváðu Íslendingar að hafna samningum við Breta og Hollendinga fyrr á árinu eftir að Ólafur Ragnar Grímsson skaut málinu til þjóðarinnar. 14. desember 2011 09:00 Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Sjá meira
ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, segir að þrátt fyrir að þrjú ár séu liðin frá því að Icesave reikningunum hafi verið lokað sé Ísland enn ekki búið að tryggja greiðslu lágmarkstryggingar upp að 20 þúsund evrum, samkvæmt tilskipun Evrópusambandsins. Tilskipunin leitist við að auka traust neytenda/innstæðueigenda á bankakerfinu ef bankastofnanir verði gjaldþrota. Bankakerfið byggi á trausti og tiltrú neytenda og tilskipunin hafi mikilvægu hlutverki að gegna í því sambandi. „ESA heldur við fyrri afstöðu sína. Ísland verður að uppfylla þær skyldur sem það hefur undirgengist með aðild að EES-samningnum. Því ber að tryggja greiðslur til allra innstæðueigenda, án mismununar, samkvæmt þeim skilyrðum sem mælt er fyrir um í tilskipuninni um innstæðutryggingar", ítrekar Oda Helen Sletnes, forseti Eftirlitsstofnunar EFTA á vefsíðu stofnunarinnar. Á vef ESA kemur fram að samkvæmt upplysingum frá íslenskum stjórnvöldum verði umræddar kröfur ekki greiddar að fullu fyrr en í lok ársins 2013. „Einn megintilgangur tilskipunarinnar er að forðast að innstæðueigendur þurfi að sæta því að leita réttar síns við þrotabúskipti. Rúm þrjú ár eru liðin frá því að innstæðueigendur glötuðu aðgangi að reikningum sínum og kröfur hafa ekki enn verið greiddar að fullu. Þetta undirstrikar mikilvægi þess að fara að ákvæðum tilskipunarinnar um innstæðutryggingar" segir forseti Eftirlitsstofnunar EFTA. ESA segir að málið verði nú lagt fyrir EFTA dómstólinn þar sem Ísland fær fullt tækifæri til að færa fram sín rök í málinu. Ef EFTA dómstóllinn kemst að þeirri niðurstöðu að Ísland hafi gerst brotlegt við EES-samninginn, þurfi sland að gera nauðsynlegar ráðstafanir til að fara að niðurstöðu dómsins eins fljótt og auðið sé. Utanríkismálanefnd Alþingis fundar nú um ákvörðun ESA á fundi sem hófst klukkan tíu. Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, er mættur til fundarins en hann vildi ekkert tjá sig um hann fyrr en að fundinum loknum.
Tengdar fréttir ESA stefnir Íslandi ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, hefur ákveð að stefna Íslandi vegna Icesave deilunnar. Fundur í utanríkismálanefnd hefur verið boðaður klukkan tíu, en hann var boðaður með þriggja kortera fyrirvara. Við segjum nánar frá málinu í dag. Eins og kunnugt er ákváðu Íslendingar að hafna samningum við Breta og Hollendinga fyrr á árinu eftir að Ólafur Ragnar Grímsson skaut málinu til þjóðarinnar. 14. desember 2011 09:00 Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Sjá meira
ESA stefnir Íslandi ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, hefur ákveð að stefna Íslandi vegna Icesave deilunnar. Fundur í utanríkismálanefnd hefur verið boðaður klukkan tíu, en hann var boðaður með þriggja kortera fyrirvara. Við segjum nánar frá málinu í dag. Eins og kunnugt er ákváðu Íslendingar að hafna samningum við Breta og Hollendinga fyrr á árinu eftir að Ólafur Ragnar Grímsson skaut málinu til þjóðarinnar. 14. desember 2011 09:00