Innlent

Fella niður flug til London á miðvikudag

Icelandair hefur fellt niður síðdegisflug til og frá London á miðvikudaginn kemur vegna verkfalls á Heathrow   Um er að ræða verkfallsaðgerðir starfsmanna bresku flugmálastjórnarinnar. Búist er við miklum töfum og erfiðleikum vegna verkfallsins og hafa bresk stjórnvöld hvatt flugfélög til þess að fella niður flug svo forða megi neyðarástandi. Þetta var ítrekað á fundi með flugrekendum nú síðdegis.

„Icelandair hefur haft samband við farþega á fluginu með textaboðum og boðið þeim að færa sig á önnur flug. Nánari upplýsingar eru á icelandair.is.   Ekki er gert ráð fyrir að breytingar verði á morgunflugi Icelandair, FI450/451, til og frá London á miðvikudaginn, né að þessi breyting valdi röskun á öðru flugi Icelandair,“ segir í tilkynningu frá félaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×