Viðskipti innlent

Góð í að búa til hugbúnað en ekki að selja hann

Magnús Halldórsson skrifar
Hjálmar Gíslason, framkvæmdastjóri Datamarket, segir að hugbúnaðargeirinn á Íslandi sé fyllilega samanburðarhæfur við önnur lönd þegar kemur að forritun og gæðum framleiðslunnar. Hins vegar sé staðan ekki eins góð þegar kemur að sölu- og markaðsstarfi.

Þetta kemur fram í viðtali við Hjálmar í Klinkinu, viðtalsþætti á viðskiptavef Vísis.is.

Hjálmar segir að upplýsingatæki- og hugbúnaðargeirinn á Íslandi sé stór, eða í kringum 5.000 manns. Hins vegar vanti nákvæmar hagtölur til þess að greina hvernig þessi hópur skiptir niður á ákveðin störf innan þessa sama geira. Það sé mikilvægt, svo hægt sé að greina tækifæri betur.

Viðtalið við Hjálmar í heild má sjá hér.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×