Erlent

Gómaði þjóf með aðstoð Facebook

Facebook er ekki bara skemmtilegt, heldur líka gagnlegt.
Facebook er ekki bara skemmtilegt, heldur líka gagnlegt.
Tæplega sextugur Breti hafði upp á þjófi í gegnum samskiptavefinn Facebook á dögunum. Bretinn uppgötvaði einn morguninn að það var búið að stela keðjusög og trjáklippum sem voru geymdar í skúr á bak við húsið hans. Andvirði þýfisins eru rúmlega 50 þúsund íslenskar krónur.

Bretinn brást við með því að setja auglýsingu á Facebook þar sem hann bað nágranna og bæjarbúa í smábænum Ashburton um að aðstoða sig við að finna þjófinn. Ekki stóð á viðbrögðunum því tveimur klukkustundum síðar fékk hann símhringingu þar sem honum var sagt nafn þjófsins.

Því næst hringdi maðurinn í þjófinn og bauðst til þess að kaupa þýfið af honum. Þeir mæltu sér mót, en þjófurinn var handtekinn um leið og hann kom á vettvang.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×