Íslenski boltinn

Ísland aldrei neðar - í 124. sæti

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari Íslands.
Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari Íslands. Mynd/Stefán
Ísland féll niður um þrjú sæti á styrkleikalista FIFA eftir 4-0 tapið fyrir Ungverjum fyrr í þessum mánuði. Ísland hefur aldrei verið neðar á listanum.

Ísland hefur verið í frjálsu falli á listanum síðan í júí 2010 er liðið náði 79. sæti listans.

Íslenska landsliðið hefur þó aldrei náð sér á strik síðan það féll úr 56. sæti í það 93. á aðeins hálfu ári árið 2004.

Ísland er enn fyrir neðan Færeyjar (111. sæti) og Liechtenstein (119. sæti) en næstu Evrópuþjóðir á eftir Íslandi eru Kasakstan (126. sæti) og Lúxemborg (128. sæti).

Ísland mætir Noregi og Kýpur í undankeppni EM 2012 í byrjun næsta mánaðar en möguleikar Íslands í riðlinum eru fyrir löngu úr sögunni.

Landsliðshópur Ólafs Jóhannessonar fyrir leikina verður tilkynntur á blaðamannafundi á morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×