Langur tími í afléttingu gjaldeyrishaftanna 24. ágúst 2011 12:26 Langur tími mun líða þar til almenn aflétting gjaldeyrishafta verður að veruleika, og er vandséð að skriður komist á hana fyrr en talsvert er liðið á næsta ár. Ísland hefur nú í tæp 3 ár búið við strangari höft á fjármagnsflutninga en þekkist í nokkru öðru þróuðu ríki, og því miður er reynsla undanfarinna mánaða af fyrstu skrefum í afléttingu þeirra ekki til þess fallin að auka bjartsýni á að sú staða breytist umtalsvert í bráð. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að líklegt má telja að almenn aflétting gjaldeyrishafta dragist enn frekar á langinn eftir slaka þátttöku í gjaldeyrisútboði Seðlabankans í síðustu viku. Ýmsar ástæður kunna að vera fyrir litlum áhuga lífeyrissjóða og annarra fjárfesta á útboðinu í síðustu viku. Aðstæður á alþjóðamörkuðum voru erfiðar í aðdraganda útboðsins, og kann að vera að framangreindir fjárfestar hafi verið ófúsir að selja erlendar eignir strax í kjölfar verðlækkunar á þeim erlendis. Þá er hugsanlegt að færri hafi verið um hituna vegna sumarfría og ekki hafi þótt liggja á að taka þátt í þessu útboði þar sem Seðlabankinn var þegar búinn að boða þriðja útboðaparið í haust. Ekki verður þó loku fyrir það skotið að áhugi lífeyrissjóðanna á frekari skiptum erlendra eigna yfir í bundin langtímabréf í krónum sé hreinlega takmarkaður þar sem stór hluti eigna sjóðanna er þegar bundinn í ríkisskuldabréfum. Stóra spurningin núna er væntanlega hver verða næstu skref Seðlabankans hvað þetta varðar. Sem fyrr segir hafði bankinn áætlað að halda næsta útboð fyrir aflandskrónueigendur í næsta mánuði. Hann má hins vegar vart við því að selja aftur umtalsverða fjárhæð evra úr gjaldeyrisforðanum ef undirtektir við seinni legg þeirra viðskipta verða í kjölfarið svipaðar og í síðustu viku. „Vera má að Seðlabankinn geri aðra tilraun til þess að afla evranna sem upp á vantar með útboði á borð við það sem fram fór í síðustu viku, en einnig kann að vera fýsilegt fyrir bankann að endurskoða fyrirkomulag útboðanna og breyta tilhögun þeirra á einhvern þann veg sem fellur lífeyrissjóðum og öðrum þeim sem tilbúnir eru að selja gjaldeyri með þessum hætti fyrir innlendar eignir betur í geð. Þar er þó ekki á vísan að róa, enda bankanum ýmsar lagalegar skorður settar um fyrirkomulag þessara útboða. Hvað sem því líður er ljóst að niðurstaðan í síðustu viku er til þess fallin að tefja framgang þessa fyrsta hluta afléttingaráætlunar stjórnvalda,“ segir í Morgunkorninu. „Þegar við bætist að tafir hafa orðið á upptakti erlendrar fjárfestingar hér á landi, og að engin merki eru enn um að ýta eigi úr vör næsta kastið öðrum þeim leiðum sem teiknaðar voru upp í áætluninni í mars, verður niðurstaða okkar sú að enn lengra sé í að fyrri hluti áætlunarinnar, sem sneri að því að minnka þrýsting frá óþolinmóðum aflandskrónueigendum, komist á góðan rekspöl en útlit var fyrir áður. Að sama skapi mun þá líða lengra þar til almenn aflétting gjaldeyrishafta verður að veruleika, og er vandséð að skriður komist á hana fyrr en talsvert er liðið á næsta ár. Ísland hefur nú í tæp 3 ár búið við strangari höft á fjármagnsflutninga en þekkist í nokkru öðru þróuðu ríki, og því miður er reynsla undanfarinna mánaða af fyrstu skrefum í afléttingu þeirra ekki til þess fallin að auka bjartsýni á að sú staða breytist umtalsvert í bráð.“ Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira
Langur tími mun líða þar til almenn aflétting gjaldeyrishafta verður að veruleika, og er vandséð að skriður komist á hana fyrr en talsvert er liðið á næsta ár. Ísland hefur nú í tæp 3 ár búið við strangari höft á fjármagnsflutninga en þekkist í nokkru öðru þróuðu ríki, og því miður er reynsla undanfarinna mánaða af fyrstu skrefum í afléttingu þeirra ekki til þess fallin að auka bjartsýni á að sú staða breytist umtalsvert í bráð. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að líklegt má telja að almenn aflétting gjaldeyrishafta dragist enn frekar á langinn eftir slaka þátttöku í gjaldeyrisútboði Seðlabankans í síðustu viku. Ýmsar ástæður kunna að vera fyrir litlum áhuga lífeyrissjóða og annarra fjárfesta á útboðinu í síðustu viku. Aðstæður á alþjóðamörkuðum voru erfiðar í aðdraganda útboðsins, og kann að vera að framangreindir fjárfestar hafi verið ófúsir að selja erlendar eignir strax í kjölfar verðlækkunar á þeim erlendis. Þá er hugsanlegt að færri hafi verið um hituna vegna sumarfría og ekki hafi þótt liggja á að taka þátt í þessu útboði þar sem Seðlabankinn var þegar búinn að boða þriðja útboðaparið í haust. Ekki verður þó loku fyrir það skotið að áhugi lífeyrissjóðanna á frekari skiptum erlendra eigna yfir í bundin langtímabréf í krónum sé hreinlega takmarkaður þar sem stór hluti eigna sjóðanna er þegar bundinn í ríkisskuldabréfum. Stóra spurningin núna er væntanlega hver verða næstu skref Seðlabankans hvað þetta varðar. Sem fyrr segir hafði bankinn áætlað að halda næsta útboð fyrir aflandskrónueigendur í næsta mánuði. Hann má hins vegar vart við því að selja aftur umtalsverða fjárhæð evra úr gjaldeyrisforðanum ef undirtektir við seinni legg þeirra viðskipta verða í kjölfarið svipaðar og í síðustu viku. „Vera má að Seðlabankinn geri aðra tilraun til þess að afla evranna sem upp á vantar með útboði á borð við það sem fram fór í síðustu viku, en einnig kann að vera fýsilegt fyrir bankann að endurskoða fyrirkomulag útboðanna og breyta tilhögun þeirra á einhvern þann veg sem fellur lífeyrissjóðum og öðrum þeim sem tilbúnir eru að selja gjaldeyri með þessum hætti fyrir innlendar eignir betur í geð. Þar er þó ekki á vísan að róa, enda bankanum ýmsar lagalegar skorður settar um fyrirkomulag þessara útboða. Hvað sem því líður er ljóst að niðurstaðan í síðustu viku er til þess fallin að tefja framgang þessa fyrsta hluta afléttingaráætlunar stjórnvalda,“ segir í Morgunkorninu. „Þegar við bætist að tafir hafa orðið á upptakti erlendrar fjárfestingar hér á landi, og að engin merki eru enn um að ýta eigi úr vör næsta kastið öðrum þeim leiðum sem teiknaðar voru upp í áætluninni í mars, verður niðurstaða okkar sú að enn lengra sé í að fyrri hluti áætlunarinnar, sem sneri að því að minnka þrýsting frá óþolinmóðum aflandskrónueigendum, komist á góðan rekspöl en útlit var fyrir áður. Að sama skapi mun þá líða lengra þar til almenn aflétting gjaldeyrishafta verður að veruleika, og er vandséð að skriður komist á hana fyrr en talsvert er liðið á næsta ár. Ísland hefur nú í tæp 3 ár búið við strangari höft á fjármagnsflutninga en þekkist í nokkru öðru þróuðu ríki, og því miður er reynsla undanfarinna mánaða af fyrstu skrefum í afléttingu þeirra ekki til þess fallin að auka bjartsýni á að sú staða breytist umtalsvert í bráð.“
Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur