Langur tími í afléttingu gjaldeyrishaftanna 24. ágúst 2011 12:26 Langur tími mun líða þar til almenn aflétting gjaldeyrishafta verður að veruleika, og er vandséð að skriður komist á hana fyrr en talsvert er liðið á næsta ár. Ísland hefur nú í tæp 3 ár búið við strangari höft á fjármagnsflutninga en þekkist í nokkru öðru þróuðu ríki, og því miður er reynsla undanfarinna mánaða af fyrstu skrefum í afléttingu þeirra ekki til þess fallin að auka bjartsýni á að sú staða breytist umtalsvert í bráð. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að líklegt má telja að almenn aflétting gjaldeyrishafta dragist enn frekar á langinn eftir slaka þátttöku í gjaldeyrisútboði Seðlabankans í síðustu viku. Ýmsar ástæður kunna að vera fyrir litlum áhuga lífeyrissjóða og annarra fjárfesta á útboðinu í síðustu viku. Aðstæður á alþjóðamörkuðum voru erfiðar í aðdraganda útboðsins, og kann að vera að framangreindir fjárfestar hafi verið ófúsir að selja erlendar eignir strax í kjölfar verðlækkunar á þeim erlendis. Þá er hugsanlegt að færri hafi verið um hituna vegna sumarfría og ekki hafi þótt liggja á að taka þátt í þessu útboði þar sem Seðlabankinn var þegar búinn að boða þriðja útboðaparið í haust. Ekki verður þó loku fyrir það skotið að áhugi lífeyrissjóðanna á frekari skiptum erlendra eigna yfir í bundin langtímabréf í krónum sé hreinlega takmarkaður þar sem stór hluti eigna sjóðanna er þegar bundinn í ríkisskuldabréfum. Stóra spurningin núna er væntanlega hver verða næstu skref Seðlabankans hvað þetta varðar. Sem fyrr segir hafði bankinn áætlað að halda næsta útboð fyrir aflandskrónueigendur í næsta mánuði. Hann má hins vegar vart við því að selja aftur umtalsverða fjárhæð evra úr gjaldeyrisforðanum ef undirtektir við seinni legg þeirra viðskipta verða í kjölfarið svipaðar og í síðustu viku. „Vera má að Seðlabankinn geri aðra tilraun til þess að afla evranna sem upp á vantar með útboði á borð við það sem fram fór í síðustu viku, en einnig kann að vera fýsilegt fyrir bankann að endurskoða fyrirkomulag útboðanna og breyta tilhögun þeirra á einhvern þann veg sem fellur lífeyrissjóðum og öðrum þeim sem tilbúnir eru að selja gjaldeyri með þessum hætti fyrir innlendar eignir betur í geð. Þar er þó ekki á vísan að róa, enda bankanum ýmsar lagalegar skorður settar um fyrirkomulag þessara útboða. Hvað sem því líður er ljóst að niðurstaðan í síðustu viku er til þess fallin að tefja framgang þessa fyrsta hluta afléttingaráætlunar stjórnvalda,“ segir í Morgunkorninu. „Þegar við bætist að tafir hafa orðið á upptakti erlendrar fjárfestingar hér á landi, og að engin merki eru enn um að ýta eigi úr vör næsta kastið öðrum þeim leiðum sem teiknaðar voru upp í áætluninni í mars, verður niðurstaða okkar sú að enn lengra sé í að fyrri hluti áætlunarinnar, sem sneri að því að minnka þrýsting frá óþolinmóðum aflandskrónueigendum, komist á góðan rekspöl en útlit var fyrir áður. Að sama skapi mun þá líða lengra þar til almenn aflétting gjaldeyrishafta verður að veruleika, og er vandséð að skriður komist á hana fyrr en talsvert er liðið á næsta ár. Ísland hefur nú í tæp 3 ár búið við strangari höft á fjármagnsflutninga en þekkist í nokkru öðru þróuðu ríki, og því miður er reynsla undanfarinna mánaða af fyrstu skrefum í afléttingu þeirra ekki til þess fallin að auka bjartsýni á að sú staða breytist umtalsvert í bráð.“ Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Sjá meira
Langur tími mun líða þar til almenn aflétting gjaldeyrishafta verður að veruleika, og er vandséð að skriður komist á hana fyrr en talsvert er liðið á næsta ár. Ísland hefur nú í tæp 3 ár búið við strangari höft á fjármagnsflutninga en þekkist í nokkru öðru þróuðu ríki, og því miður er reynsla undanfarinna mánaða af fyrstu skrefum í afléttingu þeirra ekki til þess fallin að auka bjartsýni á að sú staða breytist umtalsvert í bráð. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að líklegt má telja að almenn aflétting gjaldeyrishafta dragist enn frekar á langinn eftir slaka þátttöku í gjaldeyrisútboði Seðlabankans í síðustu viku. Ýmsar ástæður kunna að vera fyrir litlum áhuga lífeyrissjóða og annarra fjárfesta á útboðinu í síðustu viku. Aðstæður á alþjóðamörkuðum voru erfiðar í aðdraganda útboðsins, og kann að vera að framangreindir fjárfestar hafi verið ófúsir að selja erlendar eignir strax í kjölfar verðlækkunar á þeim erlendis. Þá er hugsanlegt að færri hafi verið um hituna vegna sumarfría og ekki hafi þótt liggja á að taka þátt í þessu útboði þar sem Seðlabankinn var þegar búinn að boða þriðja útboðaparið í haust. Ekki verður þó loku fyrir það skotið að áhugi lífeyrissjóðanna á frekari skiptum erlendra eigna yfir í bundin langtímabréf í krónum sé hreinlega takmarkaður þar sem stór hluti eigna sjóðanna er þegar bundinn í ríkisskuldabréfum. Stóra spurningin núna er væntanlega hver verða næstu skref Seðlabankans hvað þetta varðar. Sem fyrr segir hafði bankinn áætlað að halda næsta útboð fyrir aflandskrónueigendur í næsta mánuði. Hann má hins vegar vart við því að selja aftur umtalsverða fjárhæð evra úr gjaldeyrisforðanum ef undirtektir við seinni legg þeirra viðskipta verða í kjölfarið svipaðar og í síðustu viku. „Vera má að Seðlabankinn geri aðra tilraun til þess að afla evranna sem upp á vantar með útboði á borð við það sem fram fór í síðustu viku, en einnig kann að vera fýsilegt fyrir bankann að endurskoða fyrirkomulag útboðanna og breyta tilhögun þeirra á einhvern þann veg sem fellur lífeyrissjóðum og öðrum þeim sem tilbúnir eru að selja gjaldeyri með þessum hætti fyrir innlendar eignir betur í geð. Þar er þó ekki á vísan að róa, enda bankanum ýmsar lagalegar skorður settar um fyrirkomulag þessara útboða. Hvað sem því líður er ljóst að niðurstaðan í síðustu viku er til þess fallin að tefja framgang þessa fyrsta hluta afléttingaráætlunar stjórnvalda,“ segir í Morgunkorninu. „Þegar við bætist að tafir hafa orðið á upptakti erlendrar fjárfestingar hér á landi, og að engin merki eru enn um að ýta eigi úr vör næsta kastið öðrum þeim leiðum sem teiknaðar voru upp í áætluninni í mars, verður niðurstaða okkar sú að enn lengra sé í að fyrri hluti áætlunarinnar, sem sneri að því að minnka þrýsting frá óþolinmóðum aflandskrónueigendum, komist á góðan rekspöl en útlit var fyrir áður. Að sama skapi mun þá líða lengra þar til almenn aflétting gjaldeyrishafta verður að veruleika, og er vandséð að skriður komist á hana fyrr en talsvert er liðið á næsta ár. Ísland hefur nú í tæp 3 ár búið við strangari höft á fjármagnsflutninga en þekkist í nokkru öðru þróuðu ríki, og því miður er reynsla undanfarinna mánaða af fyrstu skrefum í afléttingu þeirra ekki til þess fallin að auka bjartsýni á að sú staða breytist umtalsvert í bráð.“
Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Sjá meira