Sport

Sunnudagsmessan með Fantasy-leik

Boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á morgun eftir sumarfrí. Allir leikir helgarinnar verða gerðir upp í Sunnudagsmessunni á Stöð2 Sport á sunnudaginn klukkan 17.

Guðmundur Benediktsson og Hjörvar Hafliðason eru mættir annað árið í röð og skemmta knattspyrnuunnendum á skjánum í vetur. Þátturinn verður með svipuðu sniði og í fyrra en nokkuð er um nýjungar. Þar ber hæst Messudeildin í Fantasy-leik ensku úrvalsdeildarinnar.

Fantasy-leikurinn snýst um að stilla upp draumaliði sínu í ensku úrvalsdeildinni. Þátttakendur fá til þess ákveðið fjármagn og hljóta stig eftir því hversu vel leikmennirnir standa sig á vellinum.

Hér er hægt að skrá sig til leiks í Fantasy-leiknum og stilla upp draumaliðinu. Til þess að skrá sig í Messudeildina þarf að leita uppi kóðann 1284100-289858.

Messudeildin er í samstarfi við kostunaraðila enska boltans sem eru Iceland Air, Opin Kerfi, Síminn og 10/11. Þeir hlutskörpustu verða leystir út með glæsilegum verðlaunum nokkrum sinnum yfir tímabilið.

Leikurinn verður útskýrður nánar í fyrsta þætti Sunnudagsmessunnar á sunnudaginn klukkan 17.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×