Erlent

Segir Dani hlusta á ESB

Mynd/AFP
Lene Espersen, utanríkisráðherra Danmerkur, segir dönsk stjórnvölda eiga í nánu og góðu samstarfi við Evrópusambandið. Aukið eftirlit við dönsku landamærin breyti þar engu um. Stjórnvöld muni hlusta á athugasemdir framkvæmdastjórnarinnar í Brussel.

Danir ákváðu í byrjun mánaðarins að auka eftirlit á landamærum ríkisins þrátt fyrir andstöðu annarra Evrópusambandsríkja. Ákvörðunin hefur valdið hörðum deilum. Framkvæmdastjórn ESB segir Dani ekki hafa réttlætt aukið eftirlit við landamæri danska ríkisins í svarbréf til framkvæmdastjórnarinnar.

Espersen segir í samtali við Jótlandspóstinn aukið landamæraeftirlit Dana vera í fullu samræmi við Schengen-sáttmálann. Farið verði yfir bréf framkvæmdastjórnarinnar og því svarað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×