Hætta á stöðnun samfara verðbólgu 30. júní 2011 19:08 Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður greiningar Arion. Mynd/Rósa Jóhannsdóttir Verðbólgan frá áramótum er meiri á Íslandi en mælist á heilu ári víða annarsstaðar. Forstöðumaður greiningardeildar segir að hætta sé á stöðnun í hagkerfinu samfara verðbólgu á næstu mánuðum. Nýjustu tölur hagstofunnar benda til þess að verðbólgan sé enn í vexti, en hún mælist nú 4,2% á ársgrundvelli og er því komin vel yfir 2,5 prósenta markmið seðlabankans. Síðustu fimm mánuði hefur verðlag hækkað um tæp 4,5%, sem er meira en í mörgum nágrannalöndum Íslands á heilu ári. Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Arion banka, segir þó að verðbólgan sé að einhverju leyti innflutt vegna hækkana á olíu- og hrávöruverði erlendis, en ofan á það leggist hækkun opinberra gjalda og rísandi húsnæðisverð. Útlit sé fyrir frekari verðbólgu, meðal annars vegna launahækkana í kjarasamningum. Ásdís hefur áhyggjur af ástandi sem kallað er á ensku stagflation, það er að segja stöðnun í hagkerfinu samfara mikilli verðbólgu, sem þykir erfitt viðureignar. „Í raun má segja það vegna þess að við erum með þennan framleiðsluslaka í hagkerfinu. Þó hagkerfið sé að rísa þá er enn slaki til staðar og á sama tíma erum við að sjá verðbólguna færast sífellt fjær verðbólgumarkmiði Seðlabankans,“ segir Ásdís. Þegar verðbólga hlýst af auknum kostnaði fyrirtækja, til dæmis vegna verðhækkana á alþjóðamörkuðum, en ekki eftirspurnarþrýstingi, getur verið erfitt að slá á verðbólguna með aðhaldi í peningastefnunni. Ásdís telur að slíkt gæti jafnvel haft öfugar afleiðingar. Spurður fyrr í mánuðinum hvort að seðlabanki í litlu ríki eins og Íslandi hafi burði til að berjast við verðbólgu með aðhaldssamri peningastefnu sagði Már Guðmundsson, seðlabankastjóri: „Það hefur ekkert upp á sig og við munum ekki reyna það. Við höfum aldrei reynt að berjast gegn alþjóðlegum verðhækkunum af þessu tagi. Okkar verkefni þegar þær ríða yfir er að þær hafi ekki áhrif í næstu umferð.“ Mest lesið Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Veiðigjald á kolmunna verður 83 prósent lægra en í Færeyjum Viðskipti innlent Verðmæti Haga aukist um 5,8 milljarða fari áfengi í búðir Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Fleiri fréttir Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Sjá meira
Verðbólgan frá áramótum er meiri á Íslandi en mælist á heilu ári víða annarsstaðar. Forstöðumaður greiningardeildar segir að hætta sé á stöðnun í hagkerfinu samfara verðbólgu á næstu mánuðum. Nýjustu tölur hagstofunnar benda til þess að verðbólgan sé enn í vexti, en hún mælist nú 4,2% á ársgrundvelli og er því komin vel yfir 2,5 prósenta markmið seðlabankans. Síðustu fimm mánuði hefur verðlag hækkað um tæp 4,5%, sem er meira en í mörgum nágrannalöndum Íslands á heilu ári. Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Arion banka, segir þó að verðbólgan sé að einhverju leyti innflutt vegna hækkana á olíu- og hrávöruverði erlendis, en ofan á það leggist hækkun opinberra gjalda og rísandi húsnæðisverð. Útlit sé fyrir frekari verðbólgu, meðal annars vegna launahækkana í kjarasamningum. Ásdís hefur áhyggjur af ástandi sem kallað er á ensku stagflation, það er að segja stöðnun í hagkerfinu samfara mikilli verðbólgu, sem þykir erfitt viðureignar. „Í raun má segja það vegna þess að við erum með þennan framleiðsluslaka í hagkerfinu. Þó hagkerfið sé að rísa þá er enn slaki til staðar og á sama tíma erum við að sjá verðbólguna færast sífellt fjær verðbólgumarkmiði Seðlabankans,“ segir Ásdís. Þegar verðbólga hlýst af auknum kostnaði fyrirtækja, til dæmis vegna verðhækkana á alþjóðamörkuðum, en ekki eftirspurnarþrýstingi, getur verið erfitt að slá á verðbólguna með aðhaldi í peningastefnunni. Ásdís telur að slíkt gæti jafnvel haft öfugar afleiðingar. Spurður fyrr í mánuðinum hvort að seðlabanki í litlu ríki eins og Íslandi hafi burði til að berjast við verðbólgu með aðhaldssamri peningastefnu sagði Már Guðmundsson, seðlabankastjóri: „Það hefur ekkert upp á sig og við munum ekki reyna það. Við höfum aldrei reynt að berjast gegn alþjóðlegum verðhækkunum af þessu tagi. Okkar verkefni þegar þær ríða yfir er að þær hafi ekki áhrif í næstu umferð.“
Mest lesið Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Veiðigjald á kolmunna verður 83 prósent lægra en í Færeyjum Viðskipti innlent Verðmæti Haga aukist um 5,8 milljarða fari áfengi í búðir Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Fleiri fréttir Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur