Hætta á stöðnun samfara verðbólgu 30. júní 2011 19:08 Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður greiningar Arion. Mynd/Rósa Jóhannsdóttir Verðbólgan frá áramótum er meiri á Íslandi en mælist á heilu ári víða annarsstaðar. Forstöðumaður greiningardeildar segir að hætta sé á stöðnun í hagkerfinu samfara verðbólgu á næstu mánuðum. Nýjustu tölur hagstofunnar benda til þess að verðbólgan sé enn í vexti, en hún mælist nú 4,2% á ársgrundvelli og er því komin vel yfir 2,5 prósenta markmið seðlabankans. Síðustu fimm mánuði hefur verðlag hækkað um tæp 4,5%, sem er meira en í mörgum nágrannalöndum Íslands á heilu ári. Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Arion banka, segir þó að verðbólgan sé að einhverju leyti innflutt vegna hækkana á olíu- og hrávöruverði erlendis, en ofan á það leggist hækkun opinberra gjalda og rísandi húsnæðisverð. Útlit sé fyrir frekari verðbólgu, meðal annars vegna launahækkana í kjarasamningum. Ásdís hefur áhyggjur af ástandi sem kallað er á ensku stagflation, það er að segja stöðnun í hagkerfinu samfara mikilli verðbólgu, sem þykir erfitt viðureignar. „Í raun má segja það vegna þess að við erum með þennan framleiðsluslaka í hagkerfinu. Þó hagkerfið sé að rísa þá er enn slaki til staðar og á sama tíma erum við að sjá verðbólguna færast sífellt fjær verðbólgumarkmiði Seðlabankans,“ segir Ásdís. Þegar verðbólga hlýst af auknum kostnaði fyrirtækja, til dæmis vegna verðhækkana á alþjóðamörkuðum, en ekki eftirspurnarþrýstingi, getur verið erfitt að slá á verðbólguna með aðhaldi í peningastefnunni. Ásdís telur að slíkt gæti jafnvel haft öfugar afleiðingar. Spurður fyrr í mánuðinum hvort að seðlabanki í litlu ríki eins og Íslandi hafi burði til að berjast við verðbólgu með aðhaldssamri peningastefnu sagði Már Guðmundsson, seðlabankastjóri: „Það hefur ekkert upp á sig og við munum ekki reyna það. Við höfum aldrei reynt að berjast gegn alþjóðlegum verðhækkunum af þessu tagi. Okkar verkefni þegar þær ríða yfir er að þær hafi ekki áhrif í næstu umferð.“ Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Sjá meira
Verðbólgan frá áramótum er meiri á Íslandi en mælist á heilu ári víða annarsstaðar. Forstöðumaður greiningardeildar segir að hætta sé á stöðnun í hagkerfinu samfara verðbólgu á næstu mánuðum. Nýjustu tölur hagstofunnar benda til þess að verðbólgan sé enn í vexti, en hún mælist nú 4,2% á ársgrundvelli og er því komin vel yfir 2,5 prósenta markmið seðlabankans. Síðustu fimm mánuði hefur verðlag hækkað um tæp 4,5%, sem er meira en í mörgum nágrannalöndum Íslands á heilu ári. Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Arion banka, segir þó að verðbólgan sé að einhverju leyti innflutt vegna hækkana á olíu- og hrávöruverði erlendis, en ofan á það leggist hækkun opinberra gjalda og rísandi húsnæðisverð. Útlit sé fyrir frekari verðbólgu, meðal annars vegna launahækkana í kjarasamningum. Ásdís hefur áhyggjur af ástandi sem kallað er á ensku stagflation, það er að segja stöðnun í hagkerfinu samfara mikilli verðbólgu, sem þykir erfitt viðureignar. „Í raun má segja það vegna þess að við erum með þennan framleiðsluslaka í hagkerfinu. Þó hagkerfið sé að rísa þá er enn slaki til staðar og á sama tíma erum við að sjá verðbólguna færast sífellt fjær verðbólgumarkmiði Seðlabankans,“ segir Ásdís. Þegar verðbólga hlýst af auknum kostnaði fyrirtækja, til dæmis vegna verðhækkana á alþjóðamörkuðum, en ekki eftirspurnarþrýstingi, getur verið erfitt að slá á verðbólguna með aðhaldi í peningastefnunni. Ásdís telur að slíkt gæti jafnvel haft öfugar afleiðingar. Spurður fyrr í mánuðinum hvort að seðlabanki í litlu ríki eins og Íslandi hafi burði til að berjast við verðbólgu með aðhaldssamri peningastefnu sagði Már Guðmundsson, seðlabankastjóri: „Það hefur ekkert upp á sig og við munum ekki reyna það. Við höfum aldrei reynt að berjast gegn alþjóðlegum verðhækkunum af þessu tagi. Okkar verkefni þegar þær ríða yfir er að þær hafi ekki áhrif í næstu umferð.“
Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Sjá meira