Viðskipti innlent

Spá óbreyttum stýrivöxtum á miðvikudag

IFS Greining spáir því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands haldi stýrivöxtum óbreyttum n.k. miðvikudag. Raunstýrivextir (hvort sem er virkir eða ekki) hafa lækkað um nokkra punkta frá síðasta stýrivaxtafundi sem talið er vera minnkun í peningalegu aðhaldi og jafngildi lækkun stýrivaxta.

Þá metur markaðurinn í gegnum framvirka ferla að vextir ættu að lækka frekar heldur en hækka á komandi misserum. Einnig hefur slakinn í hagkerfinu og slæmar horfur á vinnumarkaði aukið þrýsting á lægra vaxtastig í landinu.

Ríkissjóður Íslands hefur hafið skuldabréfaútboð, á erlendri grundu, í dollurum með 320 punkta álagi yfir áhættulausa vexti. Þetta eru góðar fréttir fyrir landið og íslensk fyrirtæki og styður frekar við gengi krónunnar eða dregur úr veikingu hennar. Verðbólgan hefur hækkað verulega og teljum við að hún haldi áfram að hækka fram að áramótum en fari svo lækkandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×