Viðskipti innlent

Hagnaður hjá Sparisjóði Suður-Þingeyinga

Rekstur Sparisjóðs Suður-Þingeyinga  gekk vel á síðasta ári og var hagnaður eftir skatta 25,5 milljónir kr. Niðurstaða efnahagsreiknings  um sl. áramót var um 7,5 milljarðar kr. Viðskiptavinum Sparisjóðs Suður-Þingeyinga fjölgar stöðugt.

Þetta kemur fram í tilkynningu um afkomu sjóðsins. Þar segir að sparisjóðurinn studdi fjölda góðra verka á starfsárinu og má þar nefna 1.000.000 kr. styrk til gerðar heimildarmyndar um Laxárdeiluna, en 40 ár eru frá því Miðkvíslarstíflan var sprengd. Þá fékk Styrktarfélag Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga 300.000 framlag til kaupa á speglunartæki.

Stjórn Sparisjóðs Suður-Þingeyinga var endurkjörin. Stjórnarformaður er Ari Teitsson og sparisjóðsstjóri Guðmundur E. Lárusson.

Auk hefðbundinna aðalfundastarfa var m.a. gerð grein fyrir hugmyndum nefndar sem lagt hefur mat á valkosti varðandi framtíð sparisjóðanna á Íslandi og var stjórn sparisjóðsins veitt heimild til viðræðna við nærliggjandi sparisjóði um nánara samstarf eða mögulegar sameiningar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×